Loksins loksins

komust bræður aftur i skólann.

Eftir rúma viku heima í veikindum, sjónvarpsglápi og eirðarleysi komust bræður í skólann aftur.

Annar sonurinn var svo feginn að mega fara út að hann vildi endilega fara á hjólinu í skólann  og var hundfúll að geta ekki lagt af stað fyrir klukkan 07,25.  ( ef ég man þetta rétt þá opnar skólinn 7,45 ) 

Hinn var ekki eins morgunhress, ekki búinn að sofa nóg, var skítkalt og óvenju morgunúrillur Pinch  Til að kóróna allt hafði ég svo vogað mér að elda hafragraut í morgunmat.

Bræður fóru í skólann, íþróttir - heimsóttu svo Guðmund tannlækni ( ég líka )  - annar sonurinn lærði smávegis heima - svo borðaði fjölskyldan kvöldmat saman við eldhúsborðið í fyrsta skipti í heila viku.  Og þá var nú kominn tíma til að greiða sér og bera á sig vellyktandi því bræður ætluðu að sjálfsögðu á árshátíðarball.  Þeir voru keyrðir þangað stundvíslega kl 20:30 og skyldu sóttir að balli loknu kl 22:30.

Síminn heima hringdi kl 21.40 -  " viltu sækja mig - það er ekkert gaman hérna lengur " - að sjálfsögðu klæddi mamman sig og fór út í kuldann til að sækja annan soninn.  

Ég var búin að vera heima í nákvæmlega 11 mínútur þegar síminn hringdi og aftur var erindið það sama " viltu sækja mig " ?

Bræður skriðu upp í sófa - þóttust góðir að mega vaka aðeins lengur enda ekki mæting í skólann fyrr en 9,40.   Ekki náðist það þó, báðir voru steinsofnaðir nokkrum mínútum seinna SleepingSleepingSleeping.

kannski ekki skrítið, búinir að vega veikir heima í viku og fara svo í fullt prógramm strax fyrsta daginn sem þeir máttu fara út.

Sá stóri er ennþá heima,  fór á læknavaktina í gær og fékk pensilín en hann var kominn með sýkingu í hálsinn - það er farið að hrífa og hann er allur að hressast.  

Þreföld karlaflensa er ekkert skemmtileg.  Samt betra aðhafa þrjá sjúklinga í eina viku heldur en að hafa einn sjúkling á viku og teygja törninu upp í þrjár vikur ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

236 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1360

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband