Sælan stóð ekki lengi

Þá er ég að meina sæluna yfir því að eiga tvö þæg börn í skólan. Pinch  Hinn sonurinn ( SÁ ) var sendur til deildarstjórans á fimmtudag Crying   Deildarstjórinn er hæstráðandi á yngsta stigi grunnskólans og það er næstum eins og að vera sendur til skólastjórans að vera sendur þangað.  Ekki nóg með það heldur býr ágæta kona í húsinu við hliðina á mér.  Núna skil ég augnráðið sem ég fékk frá henni, fullt af vorkunn en um leið " meiri óþekktargrísirnir sem þú átt " tilfinning í því líka. 

Það eru foreldraviðtöl í næstu viku og spurning hvort kennarinn hans SÁ útdeili okkur tvöföldum tíma. Frown  

Annars hefur veðrið tekið sinn toll þessa vikuna og sérstaklega núna um helgina.  á fimmtudaginn var ég rúmar 50 mínútur í vinnuna í staðinn fyrir 25 mínútur sem er mjög algengt.  leiðinda bylur og hálka sem gerði það að verkum að hraðinn fór sjaldan hærra en 20.  Svo þegar ég loksins komst í vinnuna þá var bílastæðið ófært.  ég stalst til að leggja á bílastæði verslunar í nágrenninu þar sem var greinilega nýbúið að ryðgja.  Vinnudagurinn leið og beið, þó nokkrir festu sig á bílastæðinu og útvarpið kom sífellt með nýjar hrakfararsögur og viðvaranir vegna veðurs.   Svo kom að því að halda skyldi heim á leið.  Ég veð snjóinn upp fyrir hné í áttina að bílnum mínum og kemst að raun um að hann er rafmagnslaus.  kannski ekki skrítið þar sem ég hef gleymt ljósunum á Blush.  Stór og stæðilegur maður á ennþá stærri og stæðilegri jeppa gefur mér start.  ( ég var þó með startkapla í bílnum )  Ekkert gerist.  Ég fæ vinnuveitandann ( sem var nýsloppinn út úr skafli ) til að koma líka og gefa mér start.  Bíllinn er jafnlíflaus og fyrr.  Þá geri ég það sem giftar konur gera, hringi í eiginmanninn InLove

Nýkrýndi jeppaeigandinn í fjölskyldunni er æstur í að fara á rúntinn svo hann ekur eiginmanninum til fundar við frúna og jeppann sem neitar að fara í gang.  Eftir að búið er að sækja eitt lítið öryggi er bíllinn orðinn ferðafær aftur og við höldum heim á leið.  Ekki var hraðinn mikill, kominn blindbylur og læti svo maður var mest hræddur við að fá bíl aftan á sig.   Flestir bílarnir voru farnir að keyra með neyðarljósin á , bara til að gera sig sýnilegri í bylnum. 

En allt hafðist þetta og við komumst heil heim.  Óþægðarskrímslin sem voru stillt og róleg að horft á teiknimynindir hjá ömmu voru ekkert ánægð að sjá okkur.  Langaði eflaust að horfa lengur.

Föstudagurinn fór vel af stað og ég mætt á réttum tíma í vinnuna, ég lagði hins vegar snemma af stað heim eða um hádegi.  Sá ekki tilganginn í því að bíða eftir óveðrinu og gat alveg klárað vinnuna við eldhúsborðið heima.    

Á laugardegi voru veðurguðirnir í smá pásu og eiginmaðurinn átti erindi í Reykjavíkina.  EFtir að bræður voru búnir að horfa á barnatímann var kominn tími fyrir heimavinnuna.  Að henni lokinni fengur bræður að fara í hús og leika við vin sinn.  Mamman réðst til atlögu við óhreint hús og óhreinan þvott og skúraði og skrúbbaði og braut saman fjall af þvotti.  ( Ekki mjög spennandi en svona er húsmóðurlífið oft. )

Í dag er svo fjölskylduveisla í næsta bæjarfélagi, ég væri alveg til í að eiga flugvél til að sleppa við að ferðast í hálkunni.  En ég á ekki flugvél svo það er bara að vona það besta.

kv húsmóðirin sem á nýskúrað hús

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

33 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband