18.8.2008 | 17:54
Nýtt pennaveski
vakti lukku hjá bræðrum en fjölskyldan lagði land undir fót í gær og fór alla leið í Smáralind. það er dálítið misjafnt álit sem heimilisfólkið hefur á þessari ágætu verslunarmiðstöð. Bræðrum finnst Ævintýralandið ( staðurinn þar sem maður getur verið í pössun ) skemmtilegast, svo koma dótabúðir og að lokum staðir þar sem er hægt að fá eitthvað að borða. Búðir eru leiðinlegastar - SÉRSTAKLEGA KONUBÚÐIR og fatabúðir. En - skólinn nálgast og bræðrum vantaði pennaveski og fleira smálegt fyrir skólann. Mömmunni - innkaupa og fjármálstjóra heimilisins - hrýs hins vegar hugur við þeim fatnaði sem bræðrum vantar fyrir haust og vetur : úlpur, skó, kuldaskó, snjófatnað og annan vetrarfatnað. -
En - undrið gerðist, við fundum úlpur á þá bræður og það í annarri búðinni sem við fórum í. þvílíkur léttir og þvílík sæla þegar heim kom að fara með gömlu ljótu úlpurnar út í ruslatunnu. Í morgun kom svo ruslabíllinn að tæma ruslið og ruslakallinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið rúmlega 7 í morgun þegar ég skælbrosti til hans út um eldhúsgluggann.
Verð að yfirfara klukkur heimilisins í kvöld, tímaskyn fjölskyldunnar er allt að fara úr skorðum. Bræður fara seinna og seinna að sofa á kvöldin - klukkan var að verða 11 þegar var komin ró á heimilið. Bræður voru reyndar óvenju rólegir í gærkvöldi - unnu þrekvirki við að taka til í herberginu sínu - fengu að fara í tölvu að þvi loknu og dunduðu sér síðan góða stund við að teikna og lita með nýju litunum úr pennaveskinu sínu. Þá varð mamman vör við smá áhuga á skólanum, bræðrum hlakkar allavega til að hitta vini sína úr leikskóla sem eru nú að koma í fyrsta bekk, vita í hvaða stofum þeir eiga að vera í og svo er nú líka dálítið gaman að hitta kennarana sína og krakkana aftur. Verst með allan þennan lærdóm
Um bloggið
kona á besta aldri
33 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, þetta er sko spennandi tími fyrir þá sem eru að fara í fyrsta skiptið í skólann.... minn unglingur er sko ekki svona spenntur, finnst sumarið hafa liðið aaaalllt of hratt
Lilja G. Bolladóttir, 19.8.2008 kl. 02:35
það er mikil spenna á okkar heimili,og tíminn mjög fljótur að líða dóttirin að fara í fjórða bekk og hlakkar til,svo eru BARA þrjú ár þar til krílin yngstu byrja í skóla er að hugsa um að taka auka sparnað á bók fyrir þeim kosnaði sem mun fylgja því,
kv Ágústa
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 19.8.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.