Svona vil ég ekki eyða helginni :-(

Fór út með bræðrum í blaðaútburð á laugardagsmorguninn - tók ekki langan tíma þar sem veður var gott þótt svo það væri andsk***** kalt.  Mikið var svo ljúft að skríða upp í rúm aftur. smile 

Var nú komin á fætur rúmlega 10 og eftir kaffi og helgarblöðin þá var helst

Grynnkað á óhreinum þvotti - brotið saman og svo hækkaði hreinlætisstuðull heimilisins aðeins.  Fékk aðstoð frá öðrum syni - hinn ákvað að fara frekar í ræktina og taka á þar.  :-) 

Bóndinn kom heim úr vinnu eftir hádegið - með hendina í gifs spelku - vöðvabólga af verri gerðinni takk fyrir. -   

Sunnudagurinn hefur að mestu farið í bókhaldsvinnu við stofuborðið.  Synir hafa legið í sitthvoru herberginu yfir skjá - meðan sá handlama hefur ýmist setið eða legið yfir sjónvarpsskjá.   Bræður voru þó skikkaðir í vöfflubakstur um miðjan dag.  Vöfflur með þeyttum rjóma og niðurskornum ávöxtum klikka ekki.

En svona dagar þar sem ekkert er í gangi - er ekki mitt uppáhald.  Hlakka SVO til þegar snjóinn og myrkrið fer og ég get farið út að hjóla aftur.  Getekkibeðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

242 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband