16.9.2017 | 20:16
Er eitthvað að konu
sem situr spennt fyrir framan tölvuna og bíður eftir að ungur maður stígi inn í búr í Glasgow til að lúskar á öðrum ungum manni ?
Nenni allavega ekki að blanda mér í umræðuna um pólitík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2017 | 13:31
Þreytta konan - hvaða kona kannast ekki við hana ?
Þreytta konan 40++ sem vinnur kyrrsetu vinnu og ekki einu sinni fullan vinnudag, er alltaf þreytt.
Sefur endalaust , sækir í sykur og skyndiorku sem að sjálfsögðu dugar skammt.
Orkan dugar ekki í að vinna úti, sinna heimilinu í algjöru lágmarki og hreyfa sig eitthvað .Hreyfingin var því fyrst til að detta út - og heimilið lætur á sjá.
Samkvæmt ítarlegri blóðprufu er konan í ágætis lagi og ekki ástæða til frekari rannsókna. Konan glímir ekki við þunglyndi og gigt af neinu tagi. - Við óbreytt ástand verður ekki unað. - Svo stefnan er sett á breytingar - í mataræði og hreyfingu. Fyrsta skrefið var að taka af sé afleysingu í blaðaútburði svo nú hjólar/gengur konan rúma 3 km á hverjum morgni svo þar er smá hreyfing komin inn í dagskrána.
En hvað svo - er hægt að eignast "nýtt og betra líf " með því að hætta að hveiti og sykur ? - Borða grænt og hreint í öll mál. Sleppa kaffi, áfengi og gosi ?
Hjálp óskast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2017 | 16:39
Sumir dagar
Í gær var svoleiðis dagur
Byrjaði klukkan 6 að morgni - en þar sem pabbinn er í sumarfríi en bræðurnir ekki ( þeir fengu sumarvinnu á vinnustað pabbans í Reykjavík ) þá þarf mamman að rífa sig á fætur - og drífa bræður á fætur - og keyra bræður í vinnu.
Í vinnu voru bræður mættir rúmlega 07:30 - og mamman brunaði aftur á Suðurnesin - til Keflavíkur í blóðprufu. ( Blóðprufur ekki teknar í Grindavík á sumrin )
Til Keflavíkur var konan mætt ca 8:20 - bara til að fá að vita að núna þarf panta tíma í blóðprufu, ekki nóg bara að mæta eins og áður var. Fékk tíma morguninn eftir.
Svo kona hendist upp í bíl - frekar geðvond, búin að vera vakandi í 2,5 tíma og ekki fengið dropa af kaffi.
Fékk sem betur fer kaffi í vinnunni - og það bætti geðið aðeins.
tókst að eyðileggja vinnutölvuna - ( ok hún var orðin lasin en dó samt í höndunum á mér )
Svo eftir vinnu var brunað aftur í Reykjavík til að sækja bræður - tók Kostkó bensín og komst þá að því að debetkortið var tómt. - Þarna var gott að eiga Visakort, svo maður bæti einhverju jákvæðu við þetta blogg.
Var mætt á vinnustað bræðra klukkan 17. Þeir ennþá að vinna. Annar hringir um 17:30 - hættur að vinna og allir farnir. 15 mínútum seinna er hann ennþá að bíða. Ég fer og sæki hann og þarf þá aftur að fara á vinnustað og sækja Hinn.
Vorum komin í Grindavík kl 19:15 - þá átti eftir að elda.
Sumir dagar..............
í dag er ég búin að skutlast í Reykjavík og fara í blóðprufu í Keflavík. Mæta í vínnu í Grindavík - koma heim og undirbúa kvöldmat. Hræra saman nokkrum hráefnum sem eru í ofninum og verða vonandi að köku.
Er á leiðinni í Reykjavík að sækja bræður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2016 | 19:51
Svona vil ég ekki eyða helginni :-(
Fór út með bræðrum í blaðaútburð á laugardagsmorguninn - tók ekki langan tíma þar sem veður var gott þótt svo það væri andsk***** kalt. Mikið var svo ljúft að skríða upp í rúm aftur.
Var nú komin á fætur rúmlega 10 og eftir kaffi og helgarblöðin þá var helst
Grynnkað á óhreinum þvotti - brotið saman og svo hækkaði hreinlætisstuðull heimilisins aðeins. Fékk aðstoð frá öðrum syni - hinn ákvað að fara frekar í ræktina og taka á þar. :-)
Bóndinn kom heim úr vinnu eftir hádegið - með hendina í gifs spelku - vöðvabólga af verri gerðinni takk fyrir. -
Sunnudagurinn hefur að mestu farið í bókhaldsvinnu við stofuborðið. Synir hafa legið í sitthvoru herberginu yfir skjá - meðan sá handlama hefur ýmist setið eða legið yfir sjónvarpsskjá. Bræður voru þó skikkaðir í vöfflubakstur um miðjan dag. Vöfflur með þeyttum rjóma og niðurskornum ávöxtum klikka ekki.
En svona dagar þar sem ekkert er í gangi - er ekki mitt uppáhald. Hlakka SVO til þegar snjóinn og myrkrið fer og ég get farið út að hjóla aftur. Getekkibeðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2016 | 22:11
Styttist í Glaskow
Hjónaferð - bara við tvö. Drykkir - matur - skoðunarferðir ( okkur langar í skoðunarferð í visky brugghús ) - versla smá ( aðallega föt á okkur og skó á strákana ) -
Dagsferð til Edinborgar er líka á planinu.
Bræður fara ekki með - ekki hamingja með það. En stefnan er á fjölskylduferð til Suður þýskalands í haust. Þá fá bræður að fara með. Þeir eru sáttir við það.
Fyndið að blogga aftur. Nú blogga mjög fáir - en allir hanga á fésinu. Líka ég.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2016 | 12:10
Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn
Er að lesa hana - aftur. Góð bók sem er nauðsynlegt að glugga í aftur og aftur. Fyrir mig er þetta þörf áminning um að ég ber ábyrgð á eigin lífi og ég hef val um hvort ég ætla að stjórna því sjálf eða láta aðra um það.
"Ánægðasta, kraftmesta og fullnægðasta fólkið í þessum heimi er ekkert öðruvísi að upplagi en ég og þú. Við erum öll af holdi og blóði. En þeir sem gera meira en bara það að vera til, þeir sem hlúa að hæfileikum sínum og kunna að njóta lífsins gera aðra hluti en þeir sem lifa venjulegu lífi. Þeir tileinka sér fyrst og fremst jákvætt viðhorf til lífsins " bls 50.
Þetta langar mig að tileinka mér ennþá betur en ég geri í dag.
Geta haft það mikla stjórn á huganum að neikvæðu hugsanirnar komast ekki að og fái ekki að hafa áhrif á það hvernig mér líður. Muna það að öll reynsla, jafnvel sú versta, felur í sér lærdóm. Galdurinn er að opna hugann fyrir því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2014 | 10:12
Djúpivogur.is - Heima er best.
http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=37669
Ég dáist að þessu kraftmikla fólki sem ætlar ekki að gefast upp þegjandi og hljóðalaust.
Var að horfa á viðtalið við Gauta sveitarstjóra á netinu og synirnir ( á þrettánda ári ) stoppuðu og horfðu með mér. Vildu svo fá að sjá myndbandið " heima er best " Þar sem þeir þekkja til á Djúpavogi og könnuðust við nokkur andlit á myndbandinu kom spurningin " hvað er eiginlega í gangi ?
Verandi Grindvíkingar með tengingu við Djúpavog þá er kannski meiri áhugi fyrir málinu en annars.
Ég reyndi að skýra málið á einfaldan hátt "
" hvað ef Bláa Lónið ( þar sem margir Grindvíkingar vinna ) yrði flutt á Ísafjörð " hvað myndi það þýða ? Bræður voru komnir í útiskó, á leið í skólann, en sáu fram á að það þýddi að margir þyrftu að flytja, það yrðu færri í skólanum, færri myndu versla í búðinni og svo framvegis. Þetta þýddi allavega breytingar sem maður réði engu um og þetta gæti verið dálítið mikið fúlt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2014 | 12:03
Kona vaknar snemma
og fer í metabolic - er búin að binda sig næsta hálfa árið.
Versta er hvað kona er stressuð að sofa yfir sig að hún er hálf vaknandi alla nóttina og þ.a.l ekki vel hvíld þegar hún fer á fætur. En - það eru vonandi bara byrjunarörðugleikar.
Fór með einn son til læknis í Reykjaví í morgun - magaverkir sí og æ. Ristilvesen. Strákur gæti verið "full of shit " eins og læknir orðaði það hér um árið. Kemur í ljós seinna í dag.
Húsband á leið erlendis í vinnuferð - það þýðir skoðunarferðir , töluverð bjórdrykkja og ekki mikill svefn
styttist í Akureyrskan fagnað og húsmæðraorlof. Getekkibeðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2014 | 14:44
meiri hreyfing
Kellan er búin að vera dugleg að nota hjólið undanfarið - þá í staðinn fyrir bílinn. Það er líka fín hreyfing þó svo maður sé kannski ekki að fara marga kílómetrana þá safnast þetta saman.
En haldið að sú gamla hafi ekki skráð sig í metabolic í vikunni
er búin að mæta á þrjár æfingar , klukkan 6 að morgni, og svoleiðis verður það næstu 6 mánuðina takk fyrir.
Verður fínt að styrkja sig í sumar þegar taekwondo æfingarnar verða ekki og vonandi kem ég bara sterkari inn í íþróttina aftur í haust.
En mikið assgoti er maður búinn að vera þreyttur seinnipartinn þessa daga sem maður fer á æfingu svona snemma og matarlystin er alveg í botni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2014 | 10:13
Að stíga út fyrir þægindahringinn
Vera með hnút í maganum - sofa ekki fyrir stressi - og langa til að gubba af því að þú veist að það er erfitt verkefni fyrir höndum. Samt er þetta verkefni sem þú valdir sjálf(ur)
Það er ekki góð tilfinning - Svo tekstu á við verkefnið og þú ert hreint og beint lamaður/lömuð af stressi. En - þú hefur það, þú byrjar og þér tekst þetta einhvern veginn, þú meira að segja gerir þetta bara nokkuð vel.
En tilfinningin að hafa klárað þetta, yfirstigið hræðsluna í hjartanu ( eða höfðinu ) og sannað það fyrir sjálfum sér að maður GETUR þetta er ótrúlega góð. Hún yfirstígur kvíðatilfinninguna sem maður fann fyrir áður og stappar í mann stálinu. Manni líður vel með sjálfan sig og er stoltur af sjálfum sér.
Þetta er sem sagt verkefnið sem mér tóks að yfirstíga - þ.e. að deyja ekki þarna á gólfinu áður en fjörið byrjaði. - Skítt með úrslitin - ég fór inn á gólfið og lagði mig fram. Verkefnið klárað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
34 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar