19.4.2014 | 18:34
Eru tilgangslaus blogg ekki jafn tilgangslaus og
tilgangslausir fésbókarstatusar ?
Ég bara spyr.
Sér fyrir endann á vinnutörn og fram á góða fjölskyldu hammond helgi. Bræður telja bæði niður bæði þar til þeir fá páskaegg og þar til lagt er af stað austur.
Annar sonur er búinn um að biðja um að fara með á tónleikana á fimmtudeginum - hinum er sko nokk sama og langar ekkert á tónleika. Hann ætlar sko að vera heima og passa norsku frænku sína Ætli það verði ekki bara þannig.
Fór út að hjóla áðan - er ánægð að hafa drifið mig af stað. 7,3 km á 30 mínútum. Það er framför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 23:52
klipping og tannlæknir
Við bræður fórum í klippingu í dag - loksins.
Erum ekki loðin lengur og gráu hár mömmunnar sjást ekki lengur.
Einnig áttum við þrefalt stefnumót við Guðmund tannlækni - engar skemmdir en bræður þurfa að vanda tannburstun svo um munar.
Notaði hjólið í dag en ekki bílinn. Við bræður enduðum svo daginn á því að fara sund. Ættum að gera það oftar.
Taekwondo æfing á morgun - gleði gleði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2014 | 20:24
hjólaði í dag
Góður dagur i dag
Helgi þjálfari mættur aftur og í banastuði. Fámenn en góðmenn æfing sem var vel sveitt. Mjög gaman. Fékk aukaverkefni hjá æfingafélaga að læra pídúl tjagi fyrir næstu æfingu. Annars þarf ég að gera 100 armbeygjur.
Eftir kvöldmat þegar mig langaði mest í heima að henda mér í sófann ákvað ég að fara út að hjóla. Bauð bræðrum ekki með en þá vildu þeir endilega koma með.
komumst að því að það er ákveðinn fílingur í því að hjóla nokkra hringi eftir hringtorgi - á hjóli.
6 km að baki á 30 mínútum. Bara gott og mín alveg svakalega ánægð að hafa drifið sig af stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2014 | 14:36
ekkert hjólað í dag
30 mínútna göngutúr 2,6 km.
Kannski ekki mikið en betra en ekki neitt. Finnst samt leiðinlegt að komast ekki á æfingu.
Í staðinn fyrir að setjast niður og borða í dag er ég bara búin að narta - 1/2 hrökkbrauð
Ostbiti - kanilristaðar möndlur - 1 brauðsneið með osti - og eitthvað meira sem ég man ekki.
Fæ þó góðan kvöldmat og úrval af grænmeti. Læt það bæta upp annars lélegt mataræði fyrri part dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 18:53
stóð við markmiðið sem ég setti í gær.
En hjólaði kílómetrana fjóra og sjö hundruð metrum betur. Tók rúmar 20 mínútur.
Var að vinna í dag - komin heim rúmlega fjögur. Sinnti þá búi og börnum , sem fóru í afmæli kl 17:30. Ég var sest fyrir framan skjáinn, búin að fara yfir tölvupóstana sem mér bárust í dag. Ætlaði svo að sinna smá bókhaldi og komin með ótal afsakanir fyrir því að fara ekki út að hjóla .
En - ég var búin að setja það á blað - rafrænt að vísu - og dreif mig af stað. Stuttu eftir að ég lagði af stað hjólaði ég fram hjá feðgum sem voru úti ganga með hund.
"Hæ" kallaði sá yngri - ég sá að þetta var einn taekwondo iðkandi af yngri hóp og kallaði auðvitað hæ á móti. Pabbinn horfði á mig - svo soninn - og hefur undrast af hverju sonurinn var að heilsa þessari hjólandi kerlingu.
Ætla nú að elda plokkfisk fyrir okkur gömlu meðan unglingarnir gæða sér á afmælisveitingum.
Missi af æfingu á morgun :-( - fer á seinnipartsvakts - Hlakka til föstudagsæfingar í staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2014 | 21:13
Tími ekki að loka þessari síðu
en nenni samt ekki að blogga heldur
Hvað gera miðaldra húsmæður þá ?
Konan fór að sækja æfingar í taekwondo sl haust og gerir enn. Konunni finnst þetta skemmtilegt, áhugavert og hlakkar til að mæta á æfingar. Þess má samt geta að hún er langelst í hópnum, aðrir iðkendur eru á aldrinum 8-13 ára nema hvað síðustu vikurnar hefur einn 15 ára slæðst með öðru hvoru. Hún getur verið amma yngstu iðkandanna og mamma allra hinna ( hún er reyndar mamma eins iðkandans ) - líka kennaranna.
En þetta er hreyfing sem á við mig, mér finnst þetta gaman. Mig hlakkar til að mæta á æfingarnar og læra meira. Ég er búin að ná fyrstu gráðunni og veit að það styttist í próf í þeirri næstu.
En - með aukinni getu þá finn ég sárlega hvað ég er í lélegu formi, og vantar styrk, úthald og þol. Ég gæti svo mikið meira ef ég væri í betra líkamlegu formi.
Svo það er spurning hvort mér gangi betur að hreyfa mig meira, borða minna og hollara, og bæta líkamlegt ástand ef ég held einhvers konar skýrslu um þessi atriði. Sjái það svart á hvítu hvað ég er að gera. ?
Er það ekki spurning um að setja sér markmið ?
Veðrið var dásamlegt í dag - seinnipartinn stóð ég upp frá skrifborðinu og hjólaði smávegis. Notaði app sem heitir Runkeeper til að mæla vegalengdina sem ég hjólaði. Það voru um 3 kílómetrar. Hefði alveg getað hjólað lengri vegalengd en geri það á morgun.
Er ekki annars gott að hjóla til að auka þol ? Hef fullt af afsökunum til að hlaupa ekki. Ætla að nota þær allar en er alveg tilbúin til að hjóla.
Set mér það markmið að hjóla 4 kílómetra á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2013 | 23:52
Loksins loksins
komust bræður aftur i skólann.
Eftir rúma viku heima í veikindum, sjónvarpsglápi og eirðarleysi komust bræður í skólann aftur.
Annar sonurinn var svo feginn að mega fara út að hann vildi endilega fara á hjólinu í skólann og var hundfúll að geta ekki lagt af stað fyrir klukkan 07,25. ( ef ég man þetta rétt þá opnar skólinn 7,45 )
Hinn var ekki eins morgunhress, ekki búinn að sofa nóg, var skítkalt og óvenju morgunúrillur Til að kóróna allt hafði ég svo vogað mér að elda hafragraut í morgunmat.
Bræður fóru í skólann, íþróttir - heimsóttu svo Guðmund tannlækni ( ég líka ) - annar sonurinn lærði smávegis heima - svo borðaði fjölskyldan kvöldmat saman við eldhúsborðið í fyrsta skipti í heila viku. Og þá var nú kominn tíma til að greiða sér og bera á sig vellyktandi því bræður ætluðu að sjálfsögðu á árshátíðarball. Þeir voru keyrðir þangað stundvíslega kl 20:30 og skyldu sóttir að balli loknu kl 22:30.
Síminn heima hringdi kl 21.40 - " viltu sækja mig - það er ekkert gaman hérna lengur " - að sjálfsögðu klæddi mamman sig og fór út í kuldann til að sækja annan soninn.
Ég var búin að vera heima í nákvæmlega 11 mínútur þegar síminn hringdi og aftur var erindið það sama " viltu sækja mig " ?
Bræður skriðu upp í sófa - þóttust góðir að mega vaka aðeins lengur enda ekki mæting í skólann fyrr en 9,40. Ekki náðist það þó, báðir voru steinsofnaðir nokkrum mínútum seinna .
kannski ekki skrítið, búinir að vega veikir heima í viku og fara svo í fullt prógramm strax fyrsta daginn sem þeir máttu fara út.
Sá stóri er ennþá heima, fór á læknavaktina í gær og fékk pensilín en hann var kominn með sýkingu í hálsinn - það er farið að hrífa og hann er allur að hressast.
Þreföld karlaflensa er ekkert skemmtileg. Samt betra aðhafa þrjá sjúklinga í eina viku heldur en að hafa einn sjúkling á viku og teygja törninu upp í þrjár vikur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2013 | 22:16
þreföld karlaflensa
það er þreföld karlaflesna á heimilinu
1 næstum unglings karldýr þurfti að sækja veikt í skólann á mánudag.
1 næstum unglings karldýr þurfti að sækja veikt í skólann á þriðjudag
1 fullorðið karldýr var orðið veikt þegar það kom heim úr vinnu á miðvikudag.
Þeir svitna, stynja og skjálfa hver með sínu nefi.
Svo er það spurning hver á mest bágt, eitt af veiku karldýrunum þremur eða kvendýrið sem sem er heima að hjúkra karldýrunum !!!
Bræður veikjast á versta tíma - misstu af árshátíðinni í skólanum en þeir áttu báðir að sýna atriði með bekknum sínum.
Þeir ætluðu einnig að keppa í íslandsmeistaramótinu i taekwondo (bardaga) á laugardaginn en það er búið að afskrifa það. Þótt þeir myndu vakna hitalausir í fyrramálið þá er engin orka til staðar fyrir svoleiðis átök .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2013 | 09:07
gullpeningar í hús
Feðgar eyddu laugardeginum í íþróttahúsi Aftureldingar í Mosfellsbæ - bikarmót í taekwondo
Bræður komu þreyttir, en ánægðir heim - annar með gullpening i bardaga (sparring ) og hinn með gull í formum ( poomse ) + brons í bardaga.
Það er hægt að gleðjast yfir minna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2013 | 08:48
Að eignast kærustu
Bræður fóru í afmæli í gær
Ekki vissu þeir nákvæmlega hverjum var boðið en voru nokkuð vissir um að Dísu væri boðið. ( sem er ekki í bekk með afmælisbarninu ) Hún væri nefnilega kærasta afmælisbarnsins.
"Svoleiðis" sagði ég,
"Gulli á líka kærustu " sagði annar sonurinn - Jóhönnu - það er sem sagt orðið "inn" að leita út fyrir bekkinn að kærustum........
"Já" , greip hinn sonurinn fram í, hún var þvinguð til þess.
Mér fundust þetta ógnvæglegar fréttir og augun í mér hafa greinilega sýnt einhver svipbrigði því sonurinn hélt áfram " já hún var kitluð alveg þangað til hún sagði já "
Mér létti og rak á eftir bræðrum að klæða sig í skóna því afmælið færi alveg að byrja. Í bílnum voru þessi mál rædd áfram og bræður urðu sammála mér að sennilega væri ekkert gaman að eiga kærustu ef maður þyrfti að þvinga hana hana til þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
kona á besta aldri
336 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar