13.3.2008 | 22:35
Er hérna megin ennþá.
Hermdi eftir þjóðinni og lagðist í flensu. Er hrokafull og tel mig yfir það hafna að liggja í rúminu, mætti í vinnuna á svona 50 % afköstum, þurfti að kyngja hrokanum ( sem var óhugnalega sárt þar sem ég var með hálsbólgu frá helv....) og lá eins og klessa í heilan sólarhring á eftir. Þegar ég hvorki borða, drekk kaffi, né kíki á tölvupóstinn minn þá er eitthvað mikið að !
Páskarnir nálgast og páskafrí hjá skæruliðunum sömuleiðis. Það þýðir ekki ró og afslöppun heldur vandræði = hvað á að gera við þá meðan foreldrarnir eru í vinnunni ? Miðað við uppátækjasemina og skort á bróðurkærleika þá sé ég fram á að þurfa barnapíur fyrir þá fram að fermingu.
Árshátíð í skólanum í dag, stoltir foreldrar sátu sveittir og andstuttir í fullskipuðum, loftlausum salnum og dáðust að fimi barnanna í söng, dansi, flautuleik og leikrænum hæfileikum.
Er ennþá drusluleg og þreytt eftir flensuna. Ætla að drekka eins og einn líter af appelsínusafa í viðbót. Gott fyrir sáran háls. Eigið góða nótt, góðan dag og sérstaklega góða helgi. Húsmóðirin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 21:53
Á leiðinni heim
úr skólagæslunni í dag átti þetta samtal sér stað milli þeirra bræðra.
JA: " mamma" SÁ berði (barði) mig
SÁ " þú berjaðir mig líka "
Mamma " og afhverju gerðir þú það "?
JA " af því SÁ sagðist ætla að drepa mig "
SÁ ( í hneykslunartón ) " ég ætlaði ekki að drepa þig, ég ætlaði bara að berja þig "
ja há, þá er þetta nú ósköp skiljanlegt eða hvað ?
Hvernig tekur maður eiginlega á svona ? Sama hvað ég leita í handbókum og á netinu þá er ekkert rætt um hvernig maður á að bregðast við þegar 6 ára sonur ætlar " bara að berja 6 ára bróður sinn" ekki drepa hann !
Kv húsmóðirin sem er grasekkja fram að helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 23:42
Miðvikudagar eru íþróttadagar.
Við erum búin að endurskíra miðvikudagana - nú heita þeir íþróttadagar. Bræður fara í leikfimi í skólanum, á fótboltaæfingu á sparkvellinum strax eftir skóla og svo á sundæfingu rúmlega 5. Svo til viðbótar fór hópurinn í Skólaselinu í gönguferð, loksins þegar veður og færð leyfði. Ekki skrýtið að bræður hafi verið komnir upp í rúm fyrir klukkan 8 í kvöld og sofnaðir fljótlega eftir kvöldsöguna, sem var um Gosa að þessu sinni.
Talandi um sögur, heimaverkefni þessarar viku var m.a að skrifa sögu, um álf.
Álfi álfastrákur er 6 ára. Hann er góður og hjálpar mannabörnum sem eiga bágt. Einu sinni voru tveir stórir strárkar að stríða einum sex ára strák. Þá kom Álfi og stráði sandi yfir vondu strákana. Þeir hættu að stríða og fóru heim. Álfi var glaður af því 6 ára stráknum leið vel. það er gott að vera góður. Höf JA
Tóti tannálfur er 20 ára . Hann safnar tönnum. Eina nóttina fór hann heim til Telmu. Telma var sofandi og Tóti tók tönnina undan koddanum og setti bréfpening, 5000 kr í staðinn. Tóti er glaður því honum finnst svo gaman að eignast fleiri tennur. Höf SÁ
Tóti tannálfur hefur greinilega aldrei komið hingað því hér hafa bara fundist hundraðkallar undir koddanum, ekki 5000 kr bréfpeningar.
Bræðrum fannst alveg ástæða til að fara út að hjóla í dag, það sást nefnilega í næstum alla götuna . það var bara ein ástæða sem kom í veg fyrir það, þeir eiga engin hjól. Gömlu hjólin voru orðin helst til lítil, helst til ryðguð og helst til ónýt eftir að hafa legið í snjóskafli fyrir áramót svo þeim var hent. Bræður urðu hinir fúlustu þegar ég vildi ekki kaupa nýtt hjól á morgun. Greinilega komnir í sumarskap í góða veðrinu. Þeir voru ekki einir um að vera í sumarskapi, nágranninn á móti var allavega búinn að setja golfsettið sitt í bílinn.
Pabbi er að fara til útlanda í nótt, að skoða ofnaverksmiðju. Bræður eru samt eiginlega spenntari fyrir föstudeginum en þá eru þeir boðnir í afmæli hjá bekkjarbróður SÁ. það er alltaf spennandi að fara í afmæli. Þó svo þeir séu í sitthvorum bekknum þá finnst greinilega mörgum að tvíbura skuli ekki skilja að. SA er búinn að fara í eitt afmæli hjá bekkjarbróður JA og nú snýst dæmið við en JA er líka boðið til bekkjarbróður SÁ.
Það verður skrítin upplifun þegar öðrum verður boðið í afmæli en hinum ekki.
2x2 nestisbox bíða eftir að verða fyllt, 2 skólatöskur bíða eftir yfirferð og sömuleiðis 2 pennaveski.
góða nótt allir saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 21:59
hvað táknar græni liturinn ?
Ekkert að frétta nema aðallega ekkifréttir, eða þannig.
Við förum í vinnu, skóla, mætum á sund- og fótboltaæfingar, borðum, vinnum, lærum. Og á laugardagskvöldum er ís í eftirmat og við horfum á Spaugstofuna. Fastir liðir eins og venjulega.
Bsræður hafa verið innan velsæmismarka hvað óþægð varðar, allavega kvarta kennarar ekki, nágranni minn, deildarstjórinn er hættur að senda mér vorkunsamleg augnaráð og mamman hefur ekkert verið á barmi taugaáfalls þessa vikuna. Sem sagt - allt í gúddí.
Kannski ekki alveg allt í gúddí, veðurguðirnir eru ekki í sínu besta skapi og það kyngdi niður snjó í morgun. Allavega alveg nóg til þess að Stóri maðurinn á heimilinu sem ætlaði til Reykjavíkur snemma í morgun og vera komin til baka um hádegi, fór ekki af stað fyrr en seinnipartinn og kom rétt eftir kvöldmat. Ég veit að það er bara mars en ég er samt orðin hundleið á þessu veðri, er taugatrekkt taugahrúga að keyra mína 25 x 2 km í snjó og jafnvel hálku í vinnuna.
Heilsufar fjölskyldunnar hefur verið nokkuð gott þennan veturinn. Stóri er sá eini sem hefur þurft að vera vera heima vegna veikinda ( ennþá, veturinn er ekki búinn enn ) SÁ er reyndar búinn að vera fullur af kvefi undanfarið en virðist vera á leið að hrista það af sér. ( 7-9- 13 ) Spurning hvað verður með þann Stóra hins vegar sem er orðinn stútfullur af kvefi. Ekki alveg á besta tíma þar sem hann er á leið erlendis með píparaköllum á fimmtudagsmorguninn en áður þarf hann að klára hin og þessi aukaverkefni. ( og mánudagskvöld eru upptekin )
Bræðrum er farið að hlakka til utanlandsferðar í sumar og reglulega kemur upp sú umræða hvað séu margir dagar þangað til. Bræðrum finnst dagarnir allt of margir og finnst frekar ósanngjarnt hvað þeir þurfi að bíða lengi.
SÁ tilkynnti reyndar í vikunni að honum langaði að fara til Noregs að hitta Ingþór og Ollu. Bróðir hans var líka til í að fara til Noregs, hann vildi samt fara fyrst á strönd og svo að hitta Ingþór og Ollu. Ef ég vinn í Lottói þá fá bræður ósk sína uppfyllta þetta árið, annars verður það að bíða.
Bræður eru duglegir að lesa og fer jafnt og þétt fram. SÁ finnst ekki nóg að læra bara íslensku heldur hefur hann áhuga á ensku líka og spyr reglulega " mamma hvað þýðir ............." Í dag var spurði hann : " mamma, hvað þýðir Æ lov jú ? " mamma " Ég elska þig " Sá stutti þagnaði smástund meðan hann var að melta þetta og hellti svo ástarjátningunni yfir mömmu sína ( með djúpri vískiröddu ) Æ lov jú beibe .
Rétt á eftir kom svo önnur spurning " mamma hvað er að djamma ?" Svarið var frekar einföld og fegruð lýsing á því hvað er að djamma " þegar stórir strákar fara að dansa ( yeah !) og skoða stelpur. Sumir drekka svo bjór eða vín. Hann var sáttur við svarið , hvað svo sem það verður lengi.
Uppátækjasemin í bræðrum er söm við sig Í dag leyfði ég þeim að fá langa pappírsörk inn á gólf á barnaherberginu og svo tússliti. Þarna máttu/gátu þeir teiknað vegi og landslag eða hvað sem þeim datt í hug. En - það mátti bara teikna á blaðið, ekki á gólfið, veggina eða húsgögnin. ( Af fenginni reynslu þótti mér vissara að taka þetta fram ) Bræður hlýddu þessu , merkilegt nokk og teiknuðu hina ýmsustu kappakstursbrautir og landslag á pappírinn. Þar til það kom að því að fara að hátta og í náttföt. Þá kom í ljós að bræðrum hafði dottið í hug ( og framkvæmt ) að lita á typpin á sér
svo ég mátti skella þeim í baðkarið og reyna að þrífa tússlitaða typpalinga. Amma fyrir austan ætti að verða ánægð með það að báðir bræðurnir völdu grænan lit fyrir gjörninginn !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 18:23
Vonandi hefur hún nú stjórn á skapinu
![]() |
Naomi Campell flutt á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 23:26
Þegar þú ert dáin
þá get ég ekki knúsað þig sagði 6 ára stubbur um daginn. það er alveg rétt hjá honum. Alveg jafn rétt og þegar ég verð 100 ára þá verður 6 ára stubbur orðinn fullorðinn maður með grátt hár eða skalla en hár á bumbunni.
Ég held að hann hafi engar sérstakar áhyggjur af því að ég sé svo háöldruð að ég sé komin á grafarbakkann, hann er bara að velta hlutunum fyrir sér. Strákur er mikill mömmu strákur og hefur alltaf þurft mikla snertingu frá mömmu sinni. Og þó svo maður sé sex ára ofurtöffari þá er maður ekki orðinn of stór til þess að skríða í mömmufang, hvað þá mömmurúm við hvert tækifæri.
mamma spurði hann um daginn hvort hann ætlaði að sitja hjá mömmu þegar hann yrði stór maður ? Nei hann ætlaði nú ekki að gera það enda yrði ég orðin gömul kona þá. ( og gamlar konur eiga víst ekki að sitja með fullorðna menn í fanginu )
Honum fannst samt fínt að vita að þó svo maður yrði of stór til að sitja í fanginu á mömmu þá yrði maður aldrei of stór fyrir mömmuknús !
Ég ætla að minna hann á þessar samræður þegar hann verður 16 ára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 21:19
Ætti ég að láta dr. Gunna vita af þessu ?
við teljumst vera landsbyggðarfólk þó svo það taki ekki nema um 40 mínútur að keyra út úr okkar bæjarfélagi. Nú á laugardaginn áttum við erindi á höfuðborgarsvæðið og ákváðum meðal annars að fara niður í miðbæ. ( ok skal viðurkenna að við fórum í Kolaportið ) Seinnipart dags var hungur farið að þjá fjölskyldumeðlimi svo ákveðið var að fara á kaffihús.
Eftir að fara einn hring í miðbænum vorum við engu nær, þar sem einu sinnu voru kaffihús voru nú skemmtistaðir , kaffi París troðfullt og ekki höfðum við áhuga á að fara með afkvæmin á sportbar, þeir eru bæði lítið fyrir að fá sér bjór og horfa á fótbolta. Svo var fullt af stöðum sem voru ekki opnir.
Til að gera langa sögu stutta þá fórum við inn á stað sem heitir Hornið, gamall og gróinn staður beint fyrir aftan pylsuvagninn. Okkur er vísað til sætis og afhentir matseðlar. Ég byrja á þvi að fara á salernið en finnst eiginmaðurinn frekar einkennilegur á svipinn þegar ég kem aftur. Nískan í mér hefur greinilega haft einhver áhrif á bóndann eftir næstum átta ára hjónaband því hann var í áfalli yfir verðinu á matseðlinum.
Við létum okkur nú hafa það, vorum öll orðin svöng og köld en bóndinn var ekki einn um að fá áfall. Svona leit reikningurinn út.
Eplakaka 1stk 1.100
Skúkkulaðikaka 2stk 2.200
Hvítlauksbrauð m/osti 1stk 650
gos lítið (330 cl) 3stk 960
kaffi 1stk 320
Þessi síðdegishressing kostaði 5.230 kr fyrir okkar fjölskyldu sem er að ég held dæmigerð vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn, yngir en 12 ára.
Þó svo kökurnar hafi verið virkilega ljúffengar allar saman, hvítlauksbrauðið með því betra sem ég hef smakkað, gosið ískalt og svalandi ( bóndinn sagði reyndar að kaffið hefði verið vont ) þá get ég ekki gert að því - ein kökusneið með rjóma fyrir 1100 krónur - er þetta ekki okur ?
Þetta var áfall fyrir hagsýnu húsmóðurina - ég ætla að kynna mér kaffihúsaflóruna VEL áður en ég fer næst í miðbæ Reykjavíkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2008 | 20:45
Mont !
Þessa mynd tók Bjarni Svavarsson á sundmóti SH 16 feb.
http://www.flickr.com/photos/bjarnims/2272048585/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 22:53
Aumingja hún
að eiga engar myndir af sér í fínu sloppunum sem eru kyrfilega merktir " Eign Þvottahúss Ríkisspítalana " eða hvað sem stendur á annars þessum ágætu flíkum.
![]() |
Lúxus á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 21:31
enga óþarfa samkeppni takk !
Við JA sátum inni í stofu að horfa á Kastljósið áðan. Sonurinn strýkur mjúklega fyrir þriflega bumbuna á mömmu sinni " ég er bara að klappa bumbunni þinni "
" Vildir þú að það væri barn í henni" spyr mamman ? Svarið var stutt og laggott og mjög ákveðið " NEI " heldur þú að mamma þyrfti þá alltaf að vera að hugsa um litla barnið og hefði engan tíma til að vera með þér spyr mamman. " Já, ég vildi meira að segja að ég ætti ekki bróður" segir stráksi. Mömmunni brá nú örlítið við þessa yfirlýsingu en reyndi að koma því á framfæri að það væri nú oft gott að hafa leikfélaga við höndina en sá stráksi var gallharður : " JR ( vinur hans sem er einkabarn ) fer bara í heimsókn eitthvað ef honum finnst leiðinlegt heima " það var sko greinilega alveg nóg !
Stráksi hefur svo sem áður lýst því afdráttarlaust yfir að hann vilji eiga mömmu sína einn. Honum finnst t.d. pabbi sinn njóta óþarflega mikilla forréttinda með því að fá að sofa hjá mömmu á hverri nóttu. Ef hann mætti ráða þá svæfi bróðir hans í sínu eigin rúmi, pabbi svæfi í JA rúmi ( eða inni í stofu ) en hann ætti plássið við hliðina á mér !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
117 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar