5.12.2011 | 18:55
viðskiptavinur mánaðarins ? varla
Frá því við hjónin fórum að búa höfum við tryggt hjá sama tryggingarfélagi. Ég var búin að vera með viðskipti mín hjá þessu sama tryggingarfélagið áður.
Höfum ætíð og iðulega fengið fína þjónustu þegar við höfum þurft á að halda en fannst krónurnar sem þjónustan kostaði orðnar helst til margar og ákváðum að skipta um tryggingarfélag.
1. desember 2011 er fyrsti dagurinn okkar hjá nýju tryggingarfélagi.
3. desember nuddast framhurðin utan í ljósastaur og í morgun 5 des mætti ökumaðurinn seinheppni ( ekki ég ) með bílinn í tjónaskoðun.
Afar skemmtilegt Tjónleysisafsláttur er sem sagt afskrifaður.
Bræðrum fannst alveg ástæða til að fara í skó og skoða skemmdirnar þegar bíllinn kom tjónaður heim. " þú kannt bara ekkert að keyra " - ekki það sem pabbinn þurfti á að halda,
Núna erum við með bílaleigubíl, litla sjálfskipta pútu. Ekki beint það besta í snjónum en stendur samt fyrir sínu.
Ég bjó til döðlukonfekt um helgina, hellings handavinna við að skera döðlur í sundur, setja rjómaost inní þær, dýfa í brætt súkkulaði og svo ofan í kókos.
Prófaði svo að dýfa apríkósum ofan í súkkulaði - bræðrum fannst það mun betra, sérstaklega þeim sem borðar ekki apríkósur.
Botnlangalausi sonurinn fór í íþróttir í dag, í fyrsta skipti eftir aðgerð. Fann ekkert til og þóttist sprækur. Svo á morgun er það bæði taekwondo og fótboltaæfing. Bara tekið með trompi.
Málsháttaverkefnið hjá hinum syninum gekk mun betur en hjá þeim fyrri. - því miður, mér fannst miklu skemmtilegra þegar það gekk illa.
" sannleikurinn er.....................betri en lygin " - reyndar ekki réttur málsháttur en útskýringin á honum var þá komin.
Var uppáhalds mamman í gær, eldaði kakósúpu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2011 | 23:03
nýir málshættir
Strákur var að gera verkefni í íslensku - búið að skrifa fyrripart málshátta og hann átti að klára þá.
Hann var nú ekki alveg að nenna þessu en vissi þó að morgunstund gefur gull í mund ! Hina var hann að reyna að klára á sem auðveldastan hátt ( ætlaði sko ekki að fletta þessu upp )
Sjaldan er góð vísa : ..........betri en engin ?
Árinni kennir :................... ormi að synda ?
mamman hló svo mikið að strákur var orðinn hálf fúll og hefði ekki tekið vel í ef ég hefði farið að skrifa hina "málshættina" niður sem hann kom með. Hinn sonurinn þóttist ekki vera að hlusta og grúfði sig yfir stærðfræðina en lagði ýmislegt á minnið og gengur örugglega mun betur með málsháttaverkefnið sitt á morgun.
Þar sem ég eldaði ekki nægan kvöldmat fengu feðgar sér ávexti eftir matinn, mandarínur og banana.
" mamma, getur þú keypt svona eins og amma keypti, ekki mandarínur heldur.......... hugsi hugsi hugs.......... já argentínur "
mömmunni tókst að stilla sig en sneri sér að strákunum og spurði " meinar þú klementínur ?" Já hann meinti það.
Litli frændi ( sem er nú næstum stærri en ég ) lenti í óhappi þegar hann var að renna sér í dag, fékk gat á haus og þurfti að sauma sjö spor. Ekki gott. Bræður fóru líka að renna sér , " allt í lagi sagði ég " þegar þeir fóru. Fattaði klukkutíma seinna að botnlangalausi sonurinn mátti ekkert fara í svona at. Enda kom það í ljós þegar hann kom heim, hann hafði dottið og var aumur í kringum skurðinn. Sem betur fer jafnaði það sig fljótlega en hann við ætlum bæði að muna þetta næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2011 | 22:34
jólaseríurnar komnar upp
bóndinn var afar duglegur í dag og hengdi upp jólaseríur, bæði inni og úti. Ég gat ekki verið minni, tók niður eldhús gardínur og setti jólagardínur upp í staðinn. ( hann hengdi reyndar upp efri gardínurnar ) Þannig að það er orðið dálítið jólalegt hjá okkur.
Bræður og vinur sem gisti hjá okkur um helgina tóku því rólega í morgun og slepptu fótboltaæfingunni , völdu frekar að hnoðast á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið fram undir hádegi. Eftir hádegi var svo farið út í snjóinn.
Sá sonur sem er enn með botnlanga og vinur tóku þátt í fótboltamóti á laugardaginn. Gekk ágætlega, unnu tvo leiki en töpuðu þremur. Bæði sonur og vinur skoruðu sitthvor tvö mörkin og voru að sjálfsögðu alsælir með það. Sonurinn keppti í nýjum takkaskóm og legghlífum " a la Boston " Ekki slæmt.
Bræðrum var skellt fyrir framan námsbækurnar seinnipartinn við frekar takmörkuð fagnaðarlæti. Nú þarf að vinna upp letilíf undanfarna viku. Ég verð sennilega ekkert ofarlega á vinsældalistanum hjá þeim þessa vikuna.
Hvað langar ykkur mest til að fá í jólagjöf ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 23:37
heima er best :-)
Við hjónin komum heim frá Boston í gærmorgun. Þreytt en ánægð , með fullar ferðatöskur. Þó ekki nógu fullar þar sem við erum bæði að fá " ah ég hefði átt að kaupa þetta, og svona, og aðeins meira af þessu " bakþanka
Við vorum komin í Grindavík um sjöleytið um morguninn og fórum og fengum okkur morgunkaffi í ömmuhúsi. Mikið var gott að knúsa þá bræður og held að þeim hafi fundist jafn gott að knúsa foreldrana. Og þótt ekki hafi þurft að kvarta undan rúminu á hótelinu þá er alltaf gott að komast í sitt eigið rúm.
Það er meira en hálft ár síðan þessi ferð var pöntuð og auðvitað týpískt að annar sonurinn skyldi þurfa á spítala stuttu fyrir brottför. Hann kom út af spítalanum á föstudagsmorgni og við upp á völl eftir hádegi á laugardegi. Þó svo bræður hafi verið í öruggum höndum afa og ömmu í rauða húsinu á meðan þá var maður auðvitað með slatta samviskubit yfir því að vera að fara. En að sjálfsögðu var dekrað við strákana á meðan og þeir fengu örugglega mun betri þjónustu hjá ömmu en þeir hefðu fengið heima hjá sér.
Strákur fór svo í skoðun í Reykjavík í morgun og læknirinn hæstánægður með hann. Þetta grær vel og strákur má fara í íþróttir og að hreyfa sig eftir viku. Hann missir því af fótboltamóti á morgun. Vinur hans (og þeirra bræðra ) er í gistingu hjá okkur yfir helgina og voða fjör. Pabbi gamli hætti sér út í snjóstríð ( já það er snjór ) við þá þrjá eftir kvöldmat og flúði inn eftir stutta stund.
Kólombíufararnir sjá fram á lengri dvöl en þau vonuðust eftir í Cali Ekki nógu gott. Skil svoooooo vel að þau viljir fara að komast heim til sín og byrja í venjulegri rútínu þar.
Er orðin tæknivædd eftir að hafa verslað "wefmyndavél" í Boston. Þarf greinilega að eignast fleiri vini á Skype svo ég geti notað hana.
Það eru töttuguogníudagar til jóla - og ég ekki byrjuð að baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 13:42
nýklipptir bræður og annar botnlanganum fátækari
Er viss um að gamli maðurinn og fjölskyldan er þakklát fyrir að líkið er fundið og hvílir ekki lengur í votri gröf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2011 | 08:50
" Hver íslendingur á að meðaltali 2 milljónir inni á bankabók "
æpir forsíða fréttablaðsins í morgun.
Skyldi talan hafa breyst eftir innkaupaferðirnar í Lindex í vikunni ?
Loka vegna vöruskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.11.2011 | 19:43
á ég að hafa áhyggjur ?
bóndinn fór að heima í gærkvöldi - er að hjálpa vini í næstu sveit sem stendur í stórframkvæmdum í húsinu sínu. Ætlaði að gista eina nótt og koma heim í kvöld. Eftir því sem ég best veit þá pakkaði hann verkfærum, vinnufötum og íþróttabuxum.
Hann hringdi í dag, er búinn að vinna en ætlar ekki að koma heim fyrr en á morgun. Búinn að innbyrða grillolíu ( bjór ) og ætlaði svo með vininum í heita pottinn í kvöld. Held að hann hafi ekki pakkað sundskýlu !
Á ég að hafa áhyggjur ?
eða nota tækifærið og horfa á Brokeback Mountain í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 16:05
Að njóta líðandi stundar og dagsins í dag.
Á síðustu þremur vikum hef ég kvatt tvo jafnaldra mína hinstu kveðju og fylgt þeim til grafar. Annar lést af slysförum og hinn eftir stutt veikindi. Eftir sitja börn, makar, aðrir fjölskyldumeðlimir og vinir í sorg.
Þessir aðilar tilheyrðu kannski ekki mínum nánasta vinahring en samt sem áður fólk sem ég þekkti og þótti vænt um. Fyrir utan sorg og söknuð þá er líka eftirsjáin mikil. Eftirsjá að hafa ekki ræktað samskiptin betur, hafa ekki haft meira samband og notið samvista. Ég er nokkuð viss um að þeim hefur verið svipað innanbrjósts og mér - að við hefðum allan heimsins tíma til þess, við værum ekki svo gömul. ( rúmlega fertug )
En hvað ? Hef ég ekki fengið harkalega áminningu um það undanfarna daga að ég get sko aldeilis ekki verið viss um það.
Ég get ekki stjórnað því hvað aðrir gera en ég ber ábyrgð á mínum orðum og athöfnum.
Ef mig langar að heyra frá einhverjum þá er það mitt að hringja, skrifa eða fara í heimsókn.
Ég get sýnt og eða sagt fjölskyldu og vinum að þau séu mér mikilvæg og skipti mig máli.
Hvað um að stoppa í 10 mínútur, eiga kaffibolla og smá spjall. Það er góð minning.
Ég þarf ekki tilefni eða veislumat til að bjóða fólki heim. Fólk kemur til að njóta samveru - ekki til að borða humar eða nautalund ( þá geta þau farið á veitingastað) Af hverju ekki halda upp á afmælið sitt, það er ekkert sjálfgefið að ég upplifi annan afmælisdag.
Látum draumana rætast, bæði stóra og smáa. Hvort sem það er að læra að dansa tangó, smakka bláa melónu eða sjá Kínamúrinn
Njótum líðandi stundar og dagsins í dag. Þegar upp er staðið þá skiptir það mestu máli í lífinu.
Eða hvað ? Hugsaðu þér að þú eigir 3 mánuði eftir ólifaða ? Hvernig myndir þú eyða tímanum ?
Fara í vinnuna og vinna eins mikið og þú gætir. Bíða eftir besta veðrinu eða stóra vinningnum í lottó? Njótum þess sem við höfum núna .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2011 | 23:00
Meira um feitu íslendingana - sælgætisát.
Þar sem þetta er bloggið mitt þá má ég tuða að vild.
Ég las þennan pistil í dag
http://cafesigrun.com/blogg/2011/11/04/bjutibollurnar-islensku
og þar sem ég er að mörgu leiti sammála því sem kemur þar fram þá ákvað ég að halda áfram að tuða. Im in the mood !
Ég er engin fyrirmynd í heilsu og hollustu, er of þung, borða of oft og of mikið af of óhollum mat. Mér þykir súkkulaði afskaplega gott og er að verða sólgnari í lakkrís en ég vil kannast við. En - sælgæti er ekki hluti af daglegri neyslu hjá mér. Ég þarf ekki að vera of þung vegna þess.
Ég er móðir tveggja sprækra stráka sem nálgast unglingsaldurinn (alltof hratt ) Mitt mat er að ég hafi hugsað mun betur um næringu þeirra og mataræði en mitt eigið. Þeir voru duglegir að borða úr öllum fæðuflokkum þegar þeir voru yngri en eftir því sem líður á því meira bras verður að halda ávöxtum og grænmeti inni og fiskur þykir frekar hallærislegur matur. Ef bræður mættu ráða væru pitsur, pasta, pylsur, hamborgarar,grjónagrautur og kakósúpa á matseðlinum.
En nóg um það. Aðaltuðið í þessu bloggi átti að vera um sælgætisát sem við leyfist hvar sem er og hvenær sem er. Og það eru ekki börnin sem komu þeirri venju á heldur við fullorðna fólkið.
- Af hverju er ekki hægt að fara í bíó án þess að borða sælgæti ?
- Af hverju er ekki hægt að fara í leikhús án þess að borða sælgæti
- Af hverju er ekki hægt að horfa á körfubolta-, fótbolta-, eða handboltaleik án þess að borða sælgæti.
- Barnið þitt fer á bekkjarskemmtun, diskótek eða föndurdag í skólanum - alls staðar er sjálfsagt að selja eða borða sælgæti.
- Svo ég tali nú ekki um íþróttamótin eða keppnisferðalögin - þar þykir sjálfsagt að selja og borða sælgæti allan daginn. Milli leikja þess vegna. Svo er skemmtun um kvöldið og þá virðist vera heilög skylda að allir grislingar fái sælgæti.
- Fyrir utað að þú skreppur í sund, bókabúð eða byggingarvöruverslun og þar er líka selt sælgæti.
- Svo er að sjálfsögðu nammidagur á laugardögum og þá þykir alveg sjálfsagt að 7 ára gamall grislingur fái 250 grömm eða meira af sælgæti til að troða í sig.
Þessi (ó)menning um sölu og neyslu á sælgæti fer gífurlega í taugarnar á mér. Og ekki nóg með að við séum næst feitust í heiminum, mér skilst að við séum með skemmdustu tennurnar líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2011 | 22:41
Kerti til sölu
Til styrktar 5 & 6 flokki fótboltastráka í Grindavík.
Sprittkerti 800 kr
Aðventukerti, 4 í pakka, bæði til rauð og hvít. 600 kr
Dagatalakerti 500 kr
útikerti 400 kr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
335 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar