Færsluflokkur: Bloggar
2.5.2011 | 20:03
Hvað er í matinn ?
Hvað er í matinn og hvað eigum við að borða ?
Algeng spurning á mörgum heimilum, ekki spurning ?
Mitt heimili er eitt af þeim. Ég er oft bæði svarandi og spyrjandi. Svara spurningunni um hvað eigi að vera í matinn en spyr yfirleitt hvað eigi að vera í matinn.
Í dag spurði ég bóndann " hvað eigum við að borða " ? Bóndinn ákvað að svara einhverju öðru en " ég veit það ekki " til tilbreytingar og kom með tillögu um steikt gras !
Sonurinn sem sat í eldhúsinu og nagaði epli var fljótur að mótmæla þessu " Nei takk fyrir, ég ætla sko ekki að vera í vímu "!!!!!
Við vorum smá stund að fatta svarið - fengum svo sjokk á leiðinni í búðina - aðallega yfir því að sonurinn skyldi vita þekkja orð eins og gras ( hina merkinguna ) og svo víma.
En -grillað lambakjöt á 50% afslætti, bakaðar kartöflur, salat og heimagerð sinnpessósa brögðuðust ljómandi vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2011 | 22:09
Meira "sumarveður"
eða þannig - hávaðarok með tilheyrandi rigningu um hádegisbil en farið að lægja seinnipart og bræður gátu þá farið út.
Ananr sonurinn á erfitt með að kyngja því að mega ekki fara út í peysunni þegar honum dettur í hug að fara út " það er komið sumar, sumardagurinn fyrsti er búinn ". " Ég veit sonur sæll en það er rok/rigning/snjór/hagl eða eitthvað annað ekkisumarveður úti "
Sonur geiflar sig pirraður, tekur samt rökunum, klæðir sig í efnisminnsta jakkann, horfir á mig með augnaráði sem er ekki alveg laust við hortugheit og " nú er ég búinn að klæða mig í jakka erfiða mamma " svip og fer.
Svo framarlega sem hann setur hjálm á hausinn á sér þá er mér sama um hitt.
Stóri fór í fyrsta prófið í dag - kom frekar ósáttur heim, lenti í tímahraki og gekk ekki eins vel og hann hefði viljað. Er nú nokkuð viss um að hafa náð en stefnan er sett á hærri einkun en það.
Bræður eru nýbúnir í páskafríi en farnir að bíða eftir sumarfríi. Það er sko aaaaalllllttttoooofff langt til 31 maí.
Styttist í Hammond - bara gleði yfir því
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2011 | 22:44
Páskahret og súkkulaðibrún uppköst
Veðrið hefur ekki boðið upp á mikla útivist þessa páskana, búið að vera rok, kuldi, rigning, haglél og snjór. Akkúrat núna er allt hvítt úti og ég þyrfti að sópa af bílnum ef ég ætlaði mér eitthvað út.
Dagurinn var tekinn snemma, bræður byrjuðu á því að rekja vísbendingar sem búið var að koma fyrir og með smá aðstoð frá mömmunni tókst að finna hin heittelskuðu súkkulaðiegg. Foreldrarnir þurftu líka að rekja vísbendingar eins og
1) farðu inn í eldhús - og auðvitað fórum við inn í eldhús. þar var næsta vísbending :
2 ) farðu inn á klósett - við þangað og þar var miði :
3) Allt í plati, ha ha ha - farðu inn í stofu. -
Við inn í stofu og þar máttum við leita - ekki mjög lengi samt - þar til við fundum páskaeggin sem tilheyrðu okkur.
Og einu sinni á ári má borða súkkulaði í morgunmat - það var sem sagt í dag
Letidagur að baki með miklu sjónvarpsglápi og páskaeggjaáti. Mágur kom og snæddi með okkur dýrindis hreindýrasteik. Eldamennska að hætti húsbóndans eins og hún gerist best. Bræður höfðu þó ekki mikla lyst enda ekki slegið slöku við páskaeggjaát.
Annar sonurinn tók sig til áðan og skilaði megninu af súkkulaðinu til baka. Einhvern tímann verður allt fyst og nú er það "vísindalega" sannað að uppköst geta verið súkkulaðibrún og lyktað af súkkulaði.
Smá innskot :
það er einnig "vísindalega" sannað að uppköst geta verið súkkulaðibrún en lyktað eins og uppköst ! Hinn sonurinn er sem sagt búinn að skila sínu súkkulaði líka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2011 | 11:35
Stálbrúðkaup
í gær áttum við hjónin stálbrúðkaup eða 11 ára brúðakaupsafmæli. Við ákváðum að fara út að borða í tilefni dagsins sem við og gerðum. Borðuðum humarsúpu, sushi og rauðsprettu. Bræður völdu sér hamborgara og ís í eftirmat. Því var svo skolað miður með kóka kóla. Þeir voru svo leystir út með páskaeggi nr 3. Dálítið svindl - ekki áttu þeir brúðkaupsafmæli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2011 | 21:12
Páll Óskar flytur ávarp til fermingarbarna - Siðmennt
Glæsilegt ávarp hjá Palla
Hvet ykkur endilega til að lesa þetta, á ekki bara erindi til fermingarbarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2011 | 20:50
Ekki mikið hlustað á geisladiska
á þessu heimili, það fékkst staðfesting á því um daginn.
5 fallegar og glæsilegar konur sóttu mig heim í byrjun apríl. Ég undirbjó heimsóknina af kostgæfni, eldaði góðan (hollan) mat handa þeim og bjó til dýrindis (óhollt) gúmmulaði til að hafa með kaffinu. Lagði dúk á borðið og kveikti á kertum. Ákvað svo að setja skemmtilega tónlist frá "sítt að aftan" tímabilinu á - opnaði geislaspilarann , sem tekur 5 diska, og á móti mér tóku 5 geisladiskar af jólatónlist.
Jólatónlistin er því komin upp í hillur og verður væntanlega þar fram í desember.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2011 | 10:14
Geiri kenndur við Goldfinger kaupir Festi
Samningar hafa náðst við Ásgeir Davíðsson athafnamann um að hann kaupi félagsheimilið Festi og verður þar rekinn skemmtistaður og hótel. Ásgeir segist ætla að rífa upp gömlu og góðu Festisstemmninguna og ætlar m.a. að bjóða upp á listviðburði á heimsmælikvarða.
Í tilefni dagsins ætlar Ásgeir að bjóða Grindvíkingum á listdanssýningu í Festi kl. 17:00 í dag í gamla samkomusalnum sem verður upphitun fyrir kútmagakvöld Lions í kvöld. Munu félagar í Lions standa heiðursvörð á sýningunni. Allir bæjarbúar eldri en 18 ára eru velkomnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2011 | 20:23
He loves me
Við hjónin fórum í hina nýstandsettu Nettóverslun hér í Grindavík í gær, ekki í frásögur færandi nema hvað uppáhaldskaffið mitt var ekki til. Ég fékk flog og var ekki tilbúin til skipta um kaffitegund á staðnum - út með Morgundögg frá Kaffitár og inn með Gulan Braga. Nei takk, frekar myndi ég hætta að drekka kaffi.
Um kvöldið " Ef þú hefur tíma eftir skóla í dag, viltu þá koma við og kaupa kaffi handa mér "
Eiginmaðurinn kom heim rétt fyrir kvöldmat - með pakka af uppáhaldskaffinu mínu
He loves me - og engin hætta á geðvondri eiginkonu í kaffifráhvörfum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 13:56
"I just had sex "
"and it felt so good" - syngja 9 ára unglingarnir í tíma og ótíma þessa dagana. - Ég get ekki að því gert að mér þykir þetta hálf óþægilegt ( og óviðeigandi ) þó svo ég viti fullvel að ekkert annað býr að baki en þetta lag.
Ég kemst alltaf betur og betur af því að bræður eru mun lífsreyndari en ég hélt. Gamla risaeðlan ég . Fjölskyldan sat fyrir framan sjónvarpið í gær og á skjáinn kom mynd af konu sem sat á baðkarsbrúninni inni á baðherberginu og horfði með ótta og hræðslu á lítinn staut sem hún var með í hendinni.
" Er hún að athuga hvort hún er ólétt ?" spurði strákur
" Já " sagði ég ( brá samt örlítið yfir því að strákur vissi hvað óléttupróf væri )
Í sama bili er sýnt framan á stautinn og ég ákveð að bæta við þekkinguna á óléttuprófum hjá syninum
" Ef það kemur blátt merki þarna þá þýðir það að hún er ólétt " sagði ég " ef það kemur ekkert þá er hún ekki ólétt "
Sonurinn var nú ekki alveg sáttur - " Ef það kemur plús, þá er hún ólétt, ef það kemur mínus þá er hún ekki ólétt " sagði hann ákveðinn.
Ég varð eiginlega kjaftstopp - gat ekki rökrætt við drenginn enda hef ég afskaplega takmarkaða reynslu af óléttuprófum. Sem betur fer var óléttuprófið horfið af sjónvarpsskjánum og við mæðginin tókum þetta út af dagskrá.
Aldursforsetinn á heimilinu gengur um með gifsaða hendi í fatla. Á þriðjudagsmorguninn þegar hann er búinn að leggja bílnum á bílastæðið í skólanum býðst hann til að aðstoða konu sem er búin að festa bílinn sinn í snjó. Hann ýtir og togar en ekkert gengur - þá kemur þar að maður sem býðst til að aðstoða líka. Hinn nýkomni sest undir stýri og tekst ekki betur upp en svo að minn maður fær mikinn hnykk(tog) á hægri hendina. Dagurinn líður, við foreldrarnir förum á árshátíð í skólanum þar sem bræður sýna danshæfileika sína, annar í línudansi og hinn í rúmbu. Þeim Stóra verkjar meira og meira í hendina - drífur sig til læknis - og kemur til baka með hendina í risastóru og klunnalegu gifsi. Bein í handleggnum sprungið.
Eftir svefnlausa nótt þar sem gifsið gerði ekki annað en að auka á verkina og vanlíðanina fórum við á Bráðavaktina í Kef þar sem gifshlunkurinn var tekinn af og léttara gifs - sem studdi við hendina - sett á auk þess sem hann fékk fatla til að hvíla hina gifsuðu hendi.
Sá stóri er því næstum kominn í sama pakka og fyrir rúmu ári síðan, getur ekki baðað sig sjálfur, ekki skorið kjötið sitt sjálfur og þarf aðstoð við að klæða sig sjálfur. Svo getur hann ekki keyrt. Til að kóróna þetta þá er hann búinn að vera með auman og bólginn háls í rúma viku. Við fórum á læknavaktina á Smáratorgi í gær - hann kom út með svæsna sýkingu í hálsi og eyra og stóra skammt af pensilíni til að eta á næstu dögum.
En við notuðum jólagjöfina frá þeim norsku og hafnfirsku í gær - og eigum nú nýja diska, skálar, bolla og glös. Eftir 12 ára sambúð erum við því hætt að nota leirtauið sem við komum með í búið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2011 | 12:35
Hver skyldi vera með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar