Færsluflokkur: Bloggar

stutt og laggott

Bræður hafa haldið sig alveg á mottunni síðustu vikur og engar fréttir um óæskilega hegðun eða heimsóknir til skólastjóra.

Þeir æfa fótbolta og taekwondo af kappi - Spiluðu hér í Grindavík um síðustu helgi og spila aftur í Grindavík um næstu helgi.

Uppáhaldsfrændi spilar ekki með, hann braut á sér tána í síðustu viku.  Crying  óheppinn.

Sá stóri vann ekki í hreyndýralottóinu - en það mátti nú vona.

Ég gekk í bókaspjallshóp hér í bæ í síðasta mánuði og Slysavarnardeildina í mánuðinum þar á undan. Ætla að bjóða mig fram í stjórnarsetu í einum hóp í viðbót þennan mánuðinn.

Er farin að verða forvitin hverjir spila á Hammond - Whistling

Ætla að elda grjónagraut í kvöld. 

 


Skyldusparnaður

scan0002Nostalgía.is.

Stend í tiltekt, búin að henda slatta af gömlum pappírum en sumt verður maður að eiga !

Þarna var kominn hluti upp í útborgun á íbúð.  

Ég var samt búin að taka út hluta af skyldusparnaðnum sem var notaður til að fjárfesta í Subaru Justy árg 1995  öðru nafni fótanuddtækið.

En nú sparar enginn neitt, tekur bara lán og meira lán.


9 fótboltaleikir og 10. geup. gul rönd.

Sunnudagurinn var annasamur.

Mamman og bræður tóku daginn snemma, voru farin út úr húsi klukkan 8 um morguninn.  Fyrst á fótboltamót í Njarðvík þar sem bræður voru búnir að spila 9 leiki klukkan rúmlega 12 á hádegi og einn leikur eftir. Frown  

Ekki gott því bræður áttu að vera mættir í annað íþróttahús klukkan 12,30 í sama bæjarfélagi til að taka fyrsta beltaprófið sitt í taekwondo.  Það leit út fyrir vandamál því ef þeir hefðu yfirgefið svæðið hefði liðið verið einum færri.

Sem betur fer mætti Andri frændi snemma fyrir sinn riðil og auðvitað hljóp hann í skarðið og spilaði síðasta leikinn svo bræður gætu mætt á réttum tíma í prófið.  Þarf ég að taka það fram að núna er hann uppáhaldsfrændi minn Wizard

Bræður stóðust prófið og eru með skírteini upp á það að hafa staðist próf fyrir 10 geup, gula rönd.

Picture 023

 

Picture 025

 Pabbinn var með stjórasímann og komst ekki með.  Hundsvekktur yfir því.Angry

Þegar hann er með stjórasímann þá er hann á bakvakt og verður að vera viðbúinn að rjúka í útkall eins og skot.

Þá þýðir ekki að vera á fjölskyldubílnum á íþróttamóti eða í einhvers staðar annars staðar.  

Vonandi kemst pabbi með næst.


fékk tölvupóst frá báðum kennurum

 Fyrsti tölvupóstur dagsins

" XY kom 12 mín. of seint inn í dag úr einum frímínútunum. Hann verður að laga þetta.  kv kennari "

Ekki í fyrsta skipti sem þessi sonur kemur of seint úr frímínútum

 

Annar tölvupóstur dagsins

"YX  skilaði sér ekki í 5. tíma.   Þegar korter var liðið af tímanum fór ég út að leita og fann hann ásamt öðrum dreng út á leikvelli bak við hjólabrettarampana.   Þar voru þeir að leika sér með Ipat sem hinn drenguinn hafði komið með.    Þeir fóru í viðtal til skólastjóra. "   kv kennari

Bræður ásamt fleiri strákum voru saman í frímínútum.   Annar slapp við að heimsækja skólastjóra, hinn ekki.  

Foreldraviðtöl í næstu viku, bræður eru ekkert sérstaklega spenntir Whistling 


Starfsdagur og sjónvarp

Það hefur verið örlítið stríðsástand á heimilinu síðan um jól.  Ástæðan er sjónvarpið, eða réttara sagt hversu lengi bræður mega horfa á sjónvarpið á kvöldin þegar er skóli daginn eftir.

Að sjálfsögðu þykjum við frekar ströng og steinaldarleg að ætlast til þess að bræður fari í rúmið kl 9.  Sérstaklega þegar allir "skemmtilegustu" sjónvarpsþættirnir virðast byrja klukkan 9 á kvöldin.  Þarf nokkuð að minnast á það að auðvitað mega "allir aðrir " vaka lengur en þeir bræður.    Sá sonurinn sem telur sig sífellt vera að missa af einhverju þegar honum er skipað til sængur talar mun hærra og oftar um þetta óréttlæti.  Hann er líka mun erfiðari á fætur á morgnanna.  Hefur reyndar alltaf verið frekar morgunfúll Devil   ( Við skulum ekkert fara út í það hvaðan barnið hefur þetta, pabbi hans vaknar yfirleitt syngjandi )

Hingað til hefur oftast tekist að miðla málum á þann hátt að bræður geta horft þessa umræddu þætti á "vodinu" seinna.  Á morgun er starfsdagur og því frí í skólanum.  Bræðrum finnst það ekkert leiðinlegt.  " vei, þá getum við horft á Spesíal Viktim Júnits" sagði sjónvarpssjúklingurinn og horfði storkandi augum á steinaldarforeldrana, vitandi að þátturinn byrjar kl 21,00.

Við ætlum ekki að gera mál úr því en það standa ennþá yfir samningaviðræður um hina nýju seríu af Hawaii Five - O sem bræður eru búnir að bíða spenntir eftir.  Fyrsti þátturinn byrjar kl 20,55 á morgun.  Ég bauð þeim um daginn að fella niður vasapeningana gegn því að fá að vaka lengur og horfa á þáttinn.

Annar horfði á mig dálítið hissa " í alvöru " - ég veit ekki hvort hann var meira hissa á því að fá ekki þvert nei eða tilboðinu sjálfu.  En, hann var til í að sleppa vasapeningunum.

Hinn horfði líka hissa á mig.  Ég held samt að honum hafi fundist þátturinn ansi dýr.  Allavega spurði hann hvort mætti horfa á þáttinn daginn eftir, en var ekki tilbúinn að svara því hvort hann myndi fórna vasapeningunum. 

 


Uppáhalds norska mágkonan

á afmæli í dag, ótrúlegt að hún skuli búin að vera partur af fjölskyldunni í 15 ár eða um það bil.

En hún hefur vonandi átt góðan dag í faðmi litlu krúttilegu fjölskyldunnar sinnar  ( efast ekki um það ) Knús og kramkveðjur frá Grindvíkingunum.

 

versl_helgi 64Olla ad lesa0001Falleg0001útilega0001101-0141_IMG

Grátt hár ?

Annar sonurinn lét mig vita ( óumbeðinn takk fyrir ) að ég væri með grátt hár.  

Ég neitaði því að sjálfsögðu en hann stóð fastur á sínu og benti meira að segja á gráa hárið. Devil  Svo nú er spurningin, hvort á ég að :

hafa samband við konuna með hárlitunargræjurnar ?

eða gera hann arflausann ?

 

svei mér þá................ 

 


Snjórinn næstum farinn

Eftir bleytu og rigningu undanfarna daga sést aftur í götur og hægt að ganga um án þess að vera með X-tra túrbó plús mannbrodda. - ég á ekki svoleiðis þannig að ég hef lítið ferðast um fótgangandi.

En í dag klæddi ég mig í íþróttaskó og fór út að ganga. Dásamlegt. Heilmikið af fólki á ferðinni, bæði gangandi og hjólandi.

Bræður fóru á fótboltaæfingu í morgun. Komu heim, fengu sér að borða og fóru svo út aftur - á hlaupahjólum.  Cool Cool  mikil hamingja.

Það er svo mikil hamingja að þeir hafa ekki komið heim síðan um hádegi.  Kannski er þetta ekki tóm hamingja, þeir vita nefnilega að það er stærðfræðipróf á morgun og ef maður er ekki heima þá getur maður ekki verið að læra fyrir próf.  Halo  Menn vita nú sínu viti.

Búið að panta að fara aftur að renna þar sem við vorum um síðustu helgi næst þegar kemur snjór.  Það er nú gott að vita að gamla settið er ekki alveg dottið úr tísku og gaman að gera eitthvað með okkur.

 Var að reka augun í dagsetningu á Hammond hátíðinni á vef Djúpavogs Wizard - ég þangað.


Að renna sér á sleða og skíðum

Fjölskyldan var ansi nálægt því að gerast letidýr á heimsklassa í dag, horfandi á dr Phil og Rachel Ray klukkan 14,00 í dag.  Veðrið með fallegast móti, snjór og sól og algjör stilla.

Við hituðum kakó og settum á brúsa, sóttum sleða og pabbinn ákvað að draga fram skíðin sem voru upp á geymslulofti í bílskúrnum.  Þau voru keypt kringum 1990 og "eitís" litirnir allsráðandi. Wink   Skíðin voru vel rykfallin enda voru síðast notuð fyrir 12-13 árum.  

Pabbinn var nokkuð ánægður þegar kom í ljós að skíðabuxurnar sem voru líka notaðar síðast fyrir 12-13 árum smellpössuðu ennþá.

Þegar annar sonurinn vissi hvað buxurnar voru gamlar spurði hann :  Eru þær ekkert þröngar ?

Pabbinn : "nehei, ekki neitt " ( ennþá ánægður með sig )

Sonur :  " það hlýtur að vera teygjuefni í þeim"  og ekki laust við kaldhæðni í röddinni. 

Pabbinn varð næstum móðgaður en ákvað að svara þessu ekki enda ekkert teygjuefni í skíðabuxunum sem voru keyptar í H&M Rowells á sínum tíma.

Skíðabuxurnar reyndust vel sem og "eitís" skíðin og ekkert hlegið að pabba gamla sem tókst að renna sér nokkrar ferðir alveg áfallalaust.

Ég fór nokkar ferðir á þotu, í glænýjum flís utanyfirbuxum sem ég keypti í Boston í nóv 2011.  Hæstánægð með daginn.

 


Með fullri reisn

Átti samtal við bræðum yfir kakói og köku um hvernig væri hægt að svifta af sér buxum með einu handtaki. Datt þá i hug lokaatriði úr bíómynd sem var ansi vinsæl á sínum tíma og þar sem allt finnst á jútúb þá var atriðið að sjálfsögðu þar.

Annars eru allir sprækir, bóndadagur nálgast og ég ætla að gerast svo óforskömmuð að vera ekki heima annað kvöld. Verð nú samt búin að græja þorramat og bjór fyrir herra hússins eins og venjulega á þessum degi. Ætlaði að gera eitthvað fyrir bræður í tilefni dagsins en þeim er boðið í afmæli og verða ekki heima um kvöldmatarleytið. Minni fyrirhöfn fyrir mig.

Annars voru þeir í afmæli í gær, miðvikudag, fara aftur á morgun, föstudag og svo kom boðskort áðan í afmæli á laugardaginn. Brjálað að gera.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband