Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2011 | 17:10
Full eitthvað
Full gróft ?
Full skrítið?
Full snemmt ?
Full eitthvað
Þegar næstum 10 ára unglingar sem í gær suðuðu um nammi eða dót, eru í dag farnir að lesa Séð og Heyrt þegar þeir bíða með mömmu sinni í röð í matvöruverslunni.
Eftir 12 kennsludaga á þessum vetri er frí í skólanum vegna starfsdags bæjarins. Bræður voru svo ánægðir með frídaginn að annar var vaknaður klukkan rúmlega 6 og hinn rúmlega 7. Skilettekki.
Föstudagur og stemming í bænum vegna Útsvars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2011 | 16:31
milljónamæringur
" þegar ég verð fullorðinn og verð milljónamæringur, þá ætla ég að fara til Bandaríkjanna og búa á lúxushóteli. Svo ætla ég að fara á alla körfuboltaleikina sem mig langar til "
Mikið vona ég að draumar sonar míns eigi eftir að rætast
Bloggar | Breytt 8.9.2011 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 21:53
með grátt í vöngum og skegg
Jahá - nú er það opinbert, konan er komin með grá hár - bæði á hægri og vinstri hlið, staðfest af eiginmanni og báðum sonum Fæ væntanlega faglega staðfestingu á því þegar ég heimsæki hárgreiðslufrænku næst. Það verður því ekki bara klipping næst þegar ég panta tíma ( sem er sko ekki vanþörf á ) heldur líka litun !
Um daginn dreymdi mig að ég væri komin með skegg - alskegg. Sem betur fer var það ekki grátt.
Bræður eru komnir í 5 bekk og þurfa nú að læra eðlisfræði sem þykir ennþá pínulítið spennandi. Eða allavega eðlisfræðistofan. Skólinn er þó ennþá í heilu lagi og ekki hafa borist fréttir af neinum sprengingum ennþá. En veturinn er nú bara nýbyrjaður....................
Það gekk þó merkilega vel að byrja að vakna snemma aftur en bræður eru ennþá ekki búnir að sætta sig við að þurfa að fara fyrr að sofa. " Ég get ekkert farið að sofa núna sagði sárhneykslaður sonur eftir skóladag nr 2, klukkan er bara aðeins meira en níu " Fannst hann vera órétti beittur og lífið ( lesist foreldrar ) ósanngjarnt. Hann var þó fljótur að sofna blessaður. Einnig finnst bræðrum fúlt að geta ekki horft á almennilegt sjónvarpsefni eins og CSI og aðra spennuþætti sem eru of seint á dagskrá að mati hinna ósanngjörnu foreldra.
Sá stóri er hættur að vera stjórinn í vinnunni, hr yfirmaður er mættur aftur. Fyrsta sem hann gerði var að fara í vínbúðina og kaupa bjór. Þegar maður er stjórinn, með stjórasímann og alltaf á bakvakt þá er ekkert í boði annað en kók og vatn. Svo þið getið ýmindað ykkur hvort bjórinn hafi ekki smakkast vel.
pallaveður um helgina - bæði laugardag og sunnudag. Fyrir þá sem ekki vita þýðir pallaveður að það er hægt að vera fáklæddur úti á palli.
Ég ætla á Laugardagsvöll ( í fyrsta skiptið á æfinni ) á morgun - Ísland - Kýpur. Ykkur misheyrðist ekki - ég ætla á fótboltaleik. Bræður fara á völlinn í boði KSÍ og í fylgd með fullorðnum. þar kem ég til sögunnar. En þetta verður bara gaman. Pabbinn fer með ef hann kemst.
Ég á stefnumót við hr skurðlækni í vikunni. Fróðlegt að heyra hvort hann verður ánægður með batahorfur mínar eða ekki. Ég er ekki tilbúin að fara í fulla vinnu alveg strax en tel mig alveg færa um byrja að vinna eitthvað. Það kemur allt í ljos.
Heyrði í norska bróður í kvöld - smá tölvuhjálp. Aumingja hann að vera tölvusnillingurinn í fjölskyldunni - allir leita til hans. En hann hjálpaði mér og á þakkir skildar fyrir það.
CSI næst á dagskránni - og bræður löngu sofnaðir múhahahaha.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 11:26
Sumarfrí bráðum búið
Styttist í skóla hjá bræðrum og engin sérstök tilhlökkun í gangi yfir því Fyrir tilvonandi unglinga sem hafa fengið að vaka til 10-11 á kvöldin - vakna þegar þeim sjálfum dettur í hug og vera eins og fuglinn frjáls á daginn, finnst tilhugsunin um að vakna snemma, heimalærdóm, skólatöskur og snemma að sofa EKKERT freistandi.
Mömmur - og ekki bara á þessu heimili - bíða hins vegar spenntar eftir því að skólin byrji og rútína komist á heimilishald.
Heimilishjálpin (amma) að austan er nýfarin heim aftur. Hún sá til þess að húsið liti betur út að innan og einnig eignaðist ég tvennar nýjar buxur og eina flíspeysu. ( Lesist = hún tók til og þrengdi og breytti fötum fyrir mig svo nú passa þau ) Einnig gerði hún við föt af bræðrum sem voru rifin og með götum
Sá stóri er stjórinn í vinnunni þessa dagana - hr yfirmaður er í fríi erlendis. Nú er hann með 3 síma með sér dags daglega. Þ.e. prívatsímann - vinnusímann og svo stjórasímann. Eins gott að eiga vinnubuxur með nóg af vösum. Ljóshærði sonurinn vildi fá skýringu á aukasímanum - af hverju pabbi væri með 3 síma. Þegar hann vissi að núna væri pabbi stjórinn þá kom " fær hann þá ekki hærri laun ? Er hann ekki á lúsarlaunum ? " Við hjónin fengum á tilfinninguna að þarna hefði strákur séð tækifæri : ef pabbi fengi hærri laun þá væri líklegra að eitthvað "eigulegt" skilaði sér í vasa sonarins. Við spurðum hann hvað lúsarlaun væru og hann vissi að það væru " ekki mikil laun eða mjög lítil laun " svo hann greinilega skildi orðið.
En til fyrirbyggja misskilning þá eru launa- og peningarmál okkar hjóna ekki rædd fyrir framan börnin og aldrei verið nefnt að eiginmaður sé á lúsarlaunum. Þetta er því algjörlega frá syninum komið.
Synirnir eru orðnir afar hárprúðir og ekki möguleiki að ég fari með þá svona loðna á skólasetninguna. Ég leggst því á hnén fyrir framan hárgreiðslufrænku á mánudaginn og bið um klippingu fyrir afsprengin. Mér veitir reyndar ekki af klippingu heldur en ætla að láta það bíða aðeins, hársvörðurinn og örið er ennþá dálítið aumt.
Sjálfri líður mér ágætlega en finnst ganga afar hægt að fá orkuna aftur. Finnst eiginlega hafa komið afturkippur. Gæti reyndar skipt máli að ég fékk sýkingu í sárið á vinstri hönd ( þar sem blaðran/hnúturinn var tekinn) og þurfti að fá pensilín. En pensilínkúrinn er búinn svo nú er bara að sjá hvað gerist. Best að taka vítamín og lýsi og fara í smá göngutúr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2011 | 12:02
Talandi um sumarfrí.........
´Bræður fóru að sofa um 23,30 í gærkvöldi og sofnuðu fjótlega.
Ég vakti þá rétt fyrir hálf tíu í morgun. Þeir lögðust fyrir framan sjónvarpið og fundu sér einhvers staðar tíma fyrir morgunverð. Klukkan 11,45 var slökkt á sjónvarpi ( að minni skipan ). Í staðinn fyrir að búa um rúmið, klæða sig og fara út hafa bræður tekið þann pólinn í hæðina að skríða upp í rúm aftur og liggja þar hinir letilegustu með bækur og/eða Andrésblöð.
Er þetta kallað að vera í sumarfríi.....................?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2011 | 23:33
Allt í góðum gír
eða þannig - heilsufarið mjakast smá saman í rétta átt og ekkert nema gott um það að segja. Ég tek vítamín og lýsi og reyni að fara í styttri göngur daglega. Þarf ekki að byrja undirbúning fyrir kvöldmat fyrr en klukkan 17-18 í staðinn fyrir 13-14 eins og var áður. Sem sagt - allt á réttri leið.
Smá útilega um verslunarmannahelgina eða ein nótt í tjaldvagninum. Ég var stólakartafla ( hefði verið sófakartafla ef við hættum útilegusófa) og gerði lítið annað en að sofa, lesa og borða. Leið ljómandi vel með það og kom spræk heim. Venjulega þegar við förum í útilegu þá eru ég og bræður mjög dugleg að kanna umhverfið og skoða okkur um en ekki í þetta sinn. Mín útivera miðaðist við að ganga milli salernis og tjaldvagns. Bræður og pabbi fóru að viðra veiðistangirnar - eða það hlýtur að vera, ekki komu þeir heim með afla.
2 ágúst lagðist ég, eða vinstri höndin á mér, undir hnífinn. Kúla í innanverðum vinstri lófa ( fyrir neðan vísifingur) var fjarlægð. Það var blaðra eða góðkynja æxli á sin. Ekkert hættulegt og ég á ekki von á því að það verði neinn eftirmáli af þessu.
Styttist í skóla og bræður eru ekki sáttir við við - finnst sko sumarfríið nýbyrjað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2011 | 16:14
Loksins fullorðinn
Í gær náði þessi öðlingur þeim áfanga að verða 40 ára og telst því vera kominn í fullorðina manna tölu.
Kæri bróðir - þó svo þú hafir í gegnum árin verið pirrandi, óþolandi, þolandi, alveg ágætur, stundum leiðinlegur og stundum stórskemmtilegur, ( varst t.d. óþolandi þegar þú drakkst bjórinn hjá Dillu forðum daga ) þá ertu traustur og heiðarlegur, með sterka réttlætiskennd og vinur vina þinna.
Ég myndi ekki vilja breyta þér á neinn hátt.
Vonandi var dagurinn í gær eins og þú vildir hafa hann.
til hamingju með daginn hafnfirski bróðir
kveðja frá fullorðnu systur og fjölskyldu í Grindavík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2011 | 09:55
Engar fréttir eru góðar fréttir
eða þannig
Dagarnir líða - vika síðan bræður komu heim aftur - þótt Þeir hafi haft það afar gott hjá ömmu ( og afa þegar hann var heima ) þá voru þeir alveg tilbúnir að koma heim. - Þeir hafa verið voða góðir við mömmu sína og ekki kvartað þótt þjónustustigið á heimilinu hafi lækkað
Ég hef það fínt - svimi yfir höfðinu er á stöðugu undanhaldi og kemur helst fram þegar ég er þreytt. Ég er farin að fara í stuttar gönguferðir og get labbað sjálf í búðina. Reyni að fara í nokkrar gönguferðir á hverjum degi ásamt því að sinna heimilinu, svona á yfirborðinu allavega Orkan er ekki mikil og ég myndi skíttapa 100 metra hlaupi á móti 3 ára barni en þetta kemur allt. Ég tek vítamín og lýsi og reyni að borða hollan mat. Það gengur þó misvel því ég hugsa ekki um annað en eitthvað sykrað, saltað eða steikt. Veit ekki hvort það er líkaminn að biðja um skyndiorku eða hvort mér bara leiðist !
Keyrði bíl í fyrsta skipti eftir aðgerðina í morgun. Það þurfti að sækja bílinn í Reykjavík á verkstæði go ég fór með bóndanum í morgun þegar hann fór í vinnuna. Bæði ég og bíllinn komumst heim í heilu lagi. Fékk enn eitt kastið yfir þeirri staðreynd að ekki sé hægt að sækja verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu fyrir klukkan 10 á morgnanna. Kom þó við á bensínstöð í Hafnarfirði og keypti mér kaffi. Sá að það er ekki kreppa allsstaðar en miðað við þann fjölda (iðnaðar)manna sem verslaði sér kaffi og samlokur í morgunsnæðing ( klukkan var ca 7,50 þegar ég kom þarna ). Mér fannst þetta rosalega 2007 eitthvað en kannski er það bara ég sem er svona mikill lúði og finnst sjálfsagt að menn smyrji sínar samlokur heima hjá sér og spari fullt af peningum á því.
Ætla ekki í ljótupeysupartíið þótt mig langi alveg hrikalega - treysti því að ljósmyndanördarnir í fjölskyldunni taki nóg af myndum og leyfi mér að upplifa þetta eftir á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2011 | 12:49
Það gengur allt vel
Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf - það gengur allt vel
Nú er rúm vika síðan ég var skorin og í gær voru saumarnir teknir úr höfðinu á mér. Einnig fékk ég staðfest að æxlið hefði verið góðkynja svo næstu vikur fara í það að safna kröftum, hvíla mig og ná upp þreki til að verða tilbúin í daglegt líf á ný.
Ég er ekki rúmliggjandi, geng um húsið og út á pall. Ég hef ekki verki að neinu ráði og er bara með venjuleg verkjalyf. Í dag er ég búin að fara út í búð og upp á bókasafn. Reyndar ekki ein, tengdamamma keyrir mig og heldur á pokum fyrir mig. Ég hefði ekki farið í búðina nema hafa stuðning af innkaupakörfunni Á erfitt með að labba lengi óstudd þar sem ég hef alltaf svimatilfinningu yfir höfðinu en það batnar með hverjum deginum. Ég á að hreyfa mig á hverjum degi en hvíla mig líka.
Þó þetta hafi allt gengið vonum framar og það sjáist ekki á mér að ég hafið farið í svona aðgerð ( er með allt hárið ennþá þó svo ég hafi nú látið klippa það stutt fyrir aðgerð ) þá er það nú heilmikið mál og áreiti fyrir líkamann þegar höfuðkúpan er opnuð og krukkað í það sem er fyrir innan svo ég má alveg búast við að það taki tíma fyrir líkamann að ná sér.
En miðað við að hafa legið á skurðarborðinu fyrir 8 dögum síðan þá hef ég það fínt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 22:25
Er komin heim
Aðgerð gekk vel og bati hefur verið svo góður að hr læknir úrskurðaði mig heimferðafæra um hádegi í dag. Ég er því komin heim.
Þó svo það hafi verið vel hugsað um mig á spítalanum þá verður ósköp gott að sofna í sínu rúmi í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar