Færsluflokkur: Bloggar
2.11.2011 | 18:24
Nýr fjölskyldumeðlimur
Byrjaði daginn á því að brosa út að eyrum og fella nokkur tár í leiðinni.
Norski bróður og frú loksins búin að fá dóttur sína í hendurnar. - er búin að skoða myndirnar nokkrum sinnum í dag og alltaf laumast einhver bleyta í augnkrókana.
Elsku Hafdís Ana Ingþórsdóttir, velkomin í fjölskylduna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2011 | 20:16
lífið heldur áfram
hér eins og annars staðar. Allt sinn vanagang eða þannig.
Ég finn að þrek og úthald hjá mér eykst - bara núna síðustu 3-4 vikur sem ég finn virkilegan mun. Að sjálfsögðu gleðst ég yfir því.
Stefni á gönguferðir og meiri hreyfingu framvegis, maður þarf líka að gera svoleiðis til að safna orku og þreki. Glími reyndar við jafnvægisleysi sem gerir gönguferðir stundum erfiðari. Jafnvægisleysið er ekki talið tengjast aðgerðinni/æxlinu í sumar og ég er búin að eiga stefnumót við nýjan lækni út af því.
Umræður við kvöldmatarborðið.
"mamma, næst þegar ég á afmæli ( í október ) og það er skóli, megum við JA þá fá langloku eins og er til í Nettó ( Sómi eða Júmbó) með í nesti " ?
Ég lofaði að taka það til skoðunar á sínum tíma.
"mamma, þegar þú varst á spítalanum og við JA vorum á Djúpavogi, hvar var þá pabbi ? " ( Pabbinn sat við borðið, beint á móti honum "
"Hann var í pössun hjá ömmu í rauða húsinu" svaraði ég.
Neeeeiiiii, sonur trúði því ekki að hinn 47 ára gamli pabbi hefði verið í pössun !
Hugurinn er hjá norska bróður og frú sem eru vonandi búin að fá litla brúna barnið sitt í hendurnar og geta kastað því upp í loft ef þau vilja. ( þeir sem eru búnir að lesa www.ingthor.is skilja hvað ég meina ) Þó ég bíði spennt eftir fleiri bloggfærslum frá þeim þá vona ég að þau séu alls ekki að hugsa um blogg núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2011 | 21:46
Vikan hefur bæði fært gleði og sorg
Liðin vika hefur verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Hún byrjaði með fjölskylduferð til augnlæknis. Eftir tveggja tíma veru hjá augnlækni var niðurstaðan sú að sá stóri þarf að mæta aftur eftir mánuð. Er í áhættuhóp og þarf eftirlit vegna gláku. Annar sonurinn þarf gleraugu. Mamman er með óbreytta sjón og þarf ennþá að nota gleraugu en allt annað er í lagi. Hinn sonurinn er með fína sjón og fengi sennilega nafnið Arnarauga ef fjölskyldan breyttist í indíánafjölskyldu.
Svo kom stóri dagurinn - 10 ára afmælið. Ekki var um hefðbundna veislu að ræða heldur var tveimur bestu vinunum boðið í óvissuferð. - svona þegar væri búið að safna orku með amerískum pönnukökum, köku og öðru gúmmulaði hér heima áður. Við byrjuðum á því að fara í fínu sundlaugina á Álftanesi, heimsóttum svo Ævintýragarðinn í Skútuvogi þar sem pabbinn slóst í hópinn og eftir að var farið í Gokart sem vakti mikla lukku. Þá voru allir orðnir svangir og deginum lauk á Hamborgarafabrikkunni þar sem allir fengu borgara og ís. Og til að tryggja að enginn yrði svangur á leiðinni fengu strákar hamborgaramöffins til að maula á leiðinni heim.
Afmælisbörnin voru ánægð með daginn og fljót að sofna þegar heim var komið. Sama má segja um mömmuna sem var búin á því eftir daginn og sofnuð fyrir hálf tíu.
Daginn eftir fékk ég svo símtal um hið skelfilega slys á Djúpavogi. Síðan þá hefur hugurinn verið meira og minna þar bæði með fólkinu hans og vinum. Hann hefur þó leitað í fortíðina að gömlum og góðum minningum enda við búin að eiga samleið í næstum 40 ár. Eins og aðrir sem til þekkja er maður búinn að vera hálf dofinn síðan maður fékk þessar fréttir og gengur erfiðlega að meðtaka þær að fullu. Blessuð sé minning þín gamli ( þú varst nú tveimur dögum eldri en ég ) nágranni.
í dag fórum við á starfakynningu www.eures.is og vinnumálastofnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur - með aðaláherslu á Noreg. Ekki það að við séum að flytja, allavega ekki á þessu ári, en það sakar ekki að horfa í kringum sig og kynna sér hvað er í boði annars staðar. Ekki lekur bjartsýnin af manni hérna.
Heyrði í norska bróður í kvöld, mikil spenna í gangi og þau hamast við að gera klárt heima fyrir Hafdísi sína um leið og ferðalagið. Væntanlega koma þau með hana heim í byrjun des. Á þessu ári hlakka ég mest til að fá jólakort með fjölskyldumynd Vonandi fæ ég ( og allir aðrir ) að sjá hana á næsta ári. Ég þori nú samt ekki í heimsókn strax, þau verða að fá góðan tíma til að kynnast hverju öðru og litla Hafdís einnig að að kynnast nýju umhverfi og tveimur nýjum tungumálum. En tækninördið hann pabbi hennar verður vonandi duglegur að senda myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2011 | 21:57
Það eru að verða 6 ár síðan ég bakaði ljótustu kökur
sem sögur fara af. Þær voru nú samt borðaðar með góðri lyst og mér ekki kunnugt um annað en að bræður eigi góðar minningar um 4 ára afmælisdaginn sinn.
Vonandi verður sama minning um 10 afmælisdaginn þrátt fyrir að kökurnar verði ekki alveg eins ljótar og þessar.
Smáralindin átti kannski afmæli í dag en bræður eiga afmæli á morgun og það er sko miklu merkilegra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2011 | 10:48
Hver er ekki glaður ?
og gleðst yfir þessum dásamlegu fréttum
http://ingthor.com
Nú þarf ég að leggjast í hernaðarlegan undirbúning því ég geri ráð fyrir hörkusamkeppni (þar sem verður barist til síðasta blóðdropa) við móðursysturnar þrjár um titilill "besta frænkan "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 13:31
ég minnkaði
við það að sækja um endurnýjun á vegabréfi.
Hef verið 162 cm síðustu 20 árin samkv vegabréfi en verð næstu 10 árin allavega ekki nema 159 cm.
Bræður ættu að gleðjast. Þá er ennþá styttra þar til þeir verða stærri en ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2011 | 22:12
kæri dr Gunni - oft hef ég verið sammála þér en aldrei eins og núna.
skyldulesning fyrir tilvonandi, núverandi og fyrrverandi klósettnotendur.
Vinsamlegast lesið greinina um mannasiði sem hann skrifar 4 okt.
eyjan.is/goto/drgunni/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2011 | 21:42
vetrarfrí og starfsdagar
Núna eru liðnar ca 10 vikur af skólastarfi vetrarins. Í dag og á morgun eru starfsdagar svo kemur helgi og þá tekur vetrarfrí við.
Kennarar og starfsfólk notar tímann til að kynna sér skólastarf í Bretlandi. Ég hef ekki móti því að þetta góða fólk sem uppfræðir og annast börnin mín í skólanum kynni sér starfshætti í öðrum löndum. Alls ekki.
Hins vegar nöldra ég yfir því að þetta sé gert í byrjun október - loksins er skóli og íþróttaæfingar farið að renna saman í góða rútínu og þá er það brotið upp. Ég hefði frekar viljað sjá þetta í febrúar eða byrjun mars.
Hugmyndafræðin á bak við vetrarfrí er góð og gild en hún virkar bara ekki í framkvæmd. Í mínum huga er vetrarfrí = tress, vesen og púsl um það hver á að taka frí úr vinnu. Ekki séns að hægt sé að nota þetta frí í einhverja fjölskyldusamveru.
Síðasti dagurinn í vetrarfríi er stóri dagurinn - bræður eiga afmæli. Það var ákveðið að halda ekki veislu fyrir félagana heldur verður tveim vinum boðið í óvissuferð í Reykjavík. Dagurinn endar svo á því hitta pabba í Reykjavík og borða á hamborgarafabrikkunni. til að hafa orku fyrir óvissuferð verður snæðingur af amerískum pönnukökum og fleira góðgæti hér heima áður en við höldum af stað.
Við hjónin vorum ein í húsinu í gær, bræðrum var óvænt boðið í sveitarferð með vini og gistu þeir þar eina nótt. Við svindluðum á heimilisreglunum, borðuðum inni í stofu og drukkum gos með. ( á virkum degi ) Sváfum svo fyrir framan sjónvarpið.
Bræður komu heim um miðjan dag, ánægðir með ferðina. Voru sofnaðir eldsnemma enda höfðu þeir farið seint að sofa og snemma á fætur.
Fjölskylduferð til augnlæknis á mánudag - gláka í báðum "tengdaættum" og fjölskyldumeðlimur innan við fimmtugt kominn með gláku á háu stigi. Frúin hefur ekki farið til augnlæknis í mörg ár og annar sonur telur sig sjá illa. Svo ákveðið var að hafa fjölskylduferð og láta skoða augun í öllum.
Ekki kominn snjór ennþá en töluverð hreyfing verið á logninu undanfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2011 | 21:01
gerist eitthvað ?
Líf mitt er frekar rólegt þessa dagana, ég vinn heima í bókhaldi á morgnanna ( svona ef ég hef verkefni ) - elda mat og þvæ þvott, passa upp á að bræður mæti á tækvandó og fótbolta æfingar á réttum og með minna sumarveðri þá fjölgar þeim skiptum sem maður þarf að skutla.
Svo má ekki gleymast að það þarf að láta þá bræður læra og það getur bara verið heilmikið mál stundum, sérstaklega þegar þeir láta ekki sjá sig fyrr en líður að kvöldmatartíma
Annars fór ég á Akranes á miðvikudagskvöldið ( þurfti nú samt ekki að keyra nema til Reykjavíkur, fékk far þaðan ) og eyddi dásamlegu kvöldi með góðum vinkonum mínum.
Á fimmtudagskvöld fór ég aftur í Reykjavík en bóndinn var að fá sveinsbréfið sitt afhent ( sko minn )
Eftir þessar tvær Reykjavíkurferðir og minni hvíld var orkan mín gjörsamlega búin og föstudagur og laugardagur fóru í að hvíla sig. Ég er því vel sofin eftir helgina.
Grindavíkurliðið kom öllum á óvart og hélt sér í Pepsideildinni Eflaust mikil gleði á fótboltaballinu í gær - allavega var bærinn dauður í dag.
Tengdafjölskyldan fer minnkandi með degi hverjum
- Bóndinn hefur tapað 15 kílóum síðan í maí
- Tengdapabbi er ca 30 kg léttari en hann var fyrir ári síðan
- En mágur minn er eiginlega horfinn en hann er hátt í 70 kílóum léttari en hann var um áramótin.
Ég er ennþá bæði feit og falleg - fríkkaði mikið í síðustu viku þegar ég fékk eftir fyrstu hársnyrtinguna eftir aðgerð. Gráu hárin sjást ekki lengur, eru falin undir fallegum lit og strípum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2011 | 08:32
Ekki minn dagur í eldhúsinu
Seinnipartinn í gær ákvað ég að baka brauð, nánar tiltekið maltbrauð sem ég hef bakað nokkrum sinnum áður.
Ég gerði eina uppskrift ( þetta er stór hleifur sem er bakaður í einu lagi ) og meðan hann var í ofninum ákvað ég að hnoða í aðra.
Eitthvað hef ég feilreiknað bökunartímann því fyrri hleifurinn var hrár í miðjunni - vantaði slatta upp á að vera bakaður.
Seinni hleifurinn var betri en samt ekki full bakaður - með því að skera utan af honum þá náðist nóg brauð til að hafa með kakósúpunni sem var á boðstólum þetta kvöldið.
Eftir tvær fullar skálar af súpu, með þeyttum rjóma og bruðum tilkynnti annar sonurinn að amma á Djúpavogi gerði rosalega góða kakósúpu. " Hún er nú eiginlega best " en hefur sennilega þótt svipurinn á mér eitthvað skrýtinn því hann var fljótur að bæta við " en þín súpa er sko næstbest "
12 sept 2011 var EKKI minn dagur í eldhúsinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar