Tími ekki að loka þessari síðu

en nenni samt ekki að blogga heldur Blush

Hvað gera miðaldra húsmæður þá ?

Konan fór að sækja æfingar í taekwondo sl haust og gerir enn.  Konunni finnst þetta skemmtilegt, áhugavert og hlakkar til að mæta á æfingar.  Þess má samt geta að hún er langelst í hópnum, aðrir iðkendur eru á aldrinum 8-13 ára nema hvað síðustu vikurnar hefur einn 15 ára slæðst með öðru hvoru.  Hún getur verið amma yngstu iðkandanna og mamma allra hinna ( hún er reyndar mamma eins iðkandans )  - líka kennaranna.

En þetta er hreyfing sem á við mig, mér finnst þetta gaman.  Mig hlakkar til að mæta á æfingarnar og læra meira.  Ég er búin að ná fyrstu gráðunni  og veit að það styttist í próf í þeirri næstu.

En - með aukinni getu þá finn ég sárlega hvað ég er í lélegu formi, og vantar styrk, úthald og þol.   Ég gæti svo mikið meira ef ég væri í betra líkamlegu formi.

Svo það er spurning hvort mér gangi betur að hreyfa mig meira, borða minna og hollara, og bæta líkamlegt ástand ef ég held einhvers konar skýrslu um þessi atriði.  Sjái það svart á hvítu hvað ég er að gera.  ?

Er það ekki spurning um að setja sér markmið ? 

Veðrið var dásamlegt í dag -  seinnipartinn stóð ég upp frá skrifborðinu og hjólaði smávegis.  Notaði app sem heitir Runkeeper til að mæla vegalengdina sem ég hjólaði.  Það voru um 3 kílómetrar.  Hefði alveg getað hjólað lengri vegalengd en geri það á morgun.

Er ekki annars gott að hjóla til að auka þol ?  Hef fullt af afsökunum til að hlaupa ekki.  Ætla að nota þær allar en er alveg tilbúin til að hjóla.

Set mér það markmið að hjóla 4 kílómetra á morgun.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

33 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband