geturu geft mér

14 þúsund krónur þegar ég á afmæli sagði 8 ára strákur í kvöld en hann var í afmælisveislu hjá bekkjarsystur sinni og orðinn dálítið ör.

til hvers þarft þú 14 þúsund krónur sagði mamman hin rólegasta.  Sko mig vantar að kaupa svona kall ( og svo kom lýsing á þessu ákveðna leikfangi ) puttahjól og puttabretti og annað puttabretti og eitt svona hjól í viðbót.   Strákur var handviss um að þetta allt kostaði 14 þúsund krónur.  Ekki seinna vænna en að leggja inn óskalistann fyrir afmælið í október.

En strákur var ekki alveg hættur að tala - hann fékk sko að leika með puttahjól í afmælinu og hann gerði  " þrísixtý - bekkflip og slædaði "   Ég þorðii ekki fyrir mitt litla líf að biðja um nánari útskýringu á þessu, nógu  hallærislegur og gamaldags  er maður er nú þegar.  Ég hef samt grun um að þetta séu ákveðnar listir sem snillingar á jútúb framkvæma á bmx hjólum Blush

Það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt - hin 40 ára gamla húsfreyja ákvað að árið 2010 yrði árið sem hún bakaði alvöru vatnsdeigsbollur í fyrsta skiptið á æfinni.  Og það gerði hún W00t.  Þessar guðgómlega góðu og glæsilegu vatnsdeigsbollur með sultu, rjóma og súkkulaðibráð ofan á.  " bestu bollur sem ég hef smakkað " sagði saddur og sæll strákur með súkkulaði á nefi og kinnum.   

Ég ætla að sjóða saltket fyrir manninn í sófanum á morgun en sníkja mér súpu í vinnunni.  Það verður örugglega tvíréttað hér annað kvöld þar sem ég og bræður fáum Sprengidagsmatinn í hádeginu.  Ég er meira að segja að hugsa um að taka með mér nesti í vinnuna ( í stóreldhúsið sjálft ) - mér finnst saltket og baunir afskaplega lítið spennandi matur !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

er ekki til málsháttur sem segir,,allt er fertugum fært

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 18.2.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

220 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband