Körfuboltamót í dag.

Ég og bræður fórum á körfuboltamót í Kópavog í  dag - ég að horfa og bræður að keppa.  Þetta var fínt - lögðum af stað rétt fyrir klukkan 9 , bræður kepptu 3 leiki, við skruppum í Rúmfatalagerinn þar sem ég verslaði 8 + 8 = 16 pör af sokkum fyrir þá bræður.  Vorum komin heim um klukkan 2.

Bræður halda áfram að lykta vel - nota hvert tækifæri sem gefst til að úða á sig " rakspíra " .  Vildu ólmir fá sér lykt í morgun áður en við lögðum af stað á mótið.  Ég hélt nú ekki og bræður þurftu að yfirgefa húsið  með eintóma líkamslykt.  En eftir sturtu að móti loknu mátti að sjálfsögðu lykta vel.

Svínakjöt að hætti bóndans í kvöld, pepsi max með matnum og ís í eftirmat.  Mjög hefðbundið laugardagskvöld  hjá fjölskyldunni.  Verst hvað sjónvarpið er ótrúlega leiðinlegtDevil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaurarnir þínir verða góðir þegar þeir eldast ....

Heiðar Birnir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

220 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband