Bara alltaf á tónleikum......

Sko okkur Wink

Við erum forframaðar sófakartöflur og sjónvarpsgláparar flestar helgar en breyttum út af vananum. 

Vorum svo ofuránægð með Halldór Bragason og Landsliðið á Hammond hátíðinni að við ákváðum að skella okkur á tónleika með Vinum Dóra í Salthúsinu á laugardagskvöldið.  ( Læstum bræður inni og skildum þá eina eftir heima )

Heimamennirnir Jón, Páll og pollarnir spiluðu fyrst - band sem við höfðum aldrei heyrt um og þekktum ekki en kom þægilega á óvart.  Voru ekkert að finna upp hjólið, fluttu annarra manna lög með nýjum textum og gerðu það svona ljómandi vel. 

Dóri á greinilega marga vini - hef farið á nokkra tónleika með honum og sjaldnast sömu vinirnir.  Fyrir utan það að vera Vinir Dóra þá eiga þessir vinir það sameiginlegt að vera tónlistarmenn í góðum gæðaflokki.  Svo var á laugardagskvöldið.   - Gummi Péturs, Jakob Magnússon, Ásgeir Óskarsson og mr Blues sjálfur sáu um að búa til gott gigg og senda okkur hjónin ánægð heim eftir gott kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

233 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband