laugardagur

Tíðindalítill laugardagur hingað til en þó ósköp ljúfur og góður.

Byrjaði á að láta bræður læra þegar barnatími sjónvarpsins var búinn.  Gekk bara vel þar sem bræður voru sammála því að það væri betra að læra núna ( og á morgun ) og þurfa bara að lesa í lestrarbókinni á virkum dögum.  Síðan var hin vikulega Bónusferð - úff og púff.  Það hafa greinilega ekki allir farið með barnabæturnar sínar og hamstrað áfengi í Vínbúðunum í gær því slíkan fjölda og stórinnkaup sér maður varla í Bónus nema rétt fyrir jól.  Klikkað að gera og allir orðnir hundpirraðir að búðarferð lokinni.  Bræður og búðarferðir eiga engan veginn saman nema um sé að ræða ferðir í leikfangabúðir.

En - mamman var í stuði og ákvað að kíkja í eina búð enn, bræðrum til frekar lítillar gleði.  Eitt magasínið í Reykjanesbæ hafði auglýst útsölu á fatnaði - 500 kr fyrir stykkið.   þar var fátt um fína drætti og ég fór út með rándýrar heilsuvörur í staðinn fyrir ódýran fatnað.  Annars er eftirtektarvert hvað fólk/konur sem ekki hefur íslensku sem móðurmál er duglegra að leita og skoða á svona útsöluborðum.   Annað en íslenskar snobbhænur eins og ég Blush 

Bóndinn fór snemma í morgun í vinnu og er nú á heimleið.  Ég ætla að gefa honum heilsteiktan kjúkling, hrísgrjón og salat í kvöldmatinn.   Ef hann verður stilltur þá fær hann bjór með.

Fiskiaugað hans JA sem er búið að liggja í stórum glærum poka á eldhúsbekknum er komið í ruslið Smile  Strákur tók pokann upp í morgun áður en hann tók til við lærdóminn, kíkti á hann og hryllti sig " oj augað er sprungið og svo er það líka úldið, mig langar ekki að eiga það lengur " og henti pokanum í ruslið.   

Ég tók smá þrifnaðarkast í eldhúsinu áðan og fór m.a. yfir niðusuðudósir og flöskur í skápnum.  Henti allavega 4 dósum, sú elsta var með áletruninni " best before 31.12.2005 "  Greinilegt að niðursoðnir sveppir eru ekki oft á borðum hjá okkur.  Eins niðursoðinn aspargus því tvær dósir af honum voru orðnar dálítið aldraðar.  

Ætla að fara að elda - laugardagur = góður matur, gos með matnum, ís í eftirmat og jafnvel eitthvað gott í sjónvarpinu.  Bara helv.gott .

P.S bóndinn gaf mér blóm í gær InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég tók líka smá kast í tiltek búrð (það er ekkert eins ÖMMURLEGT)svo var það eldhúsið skápar og allt,svo fór sú gamla í gönguferð 4 km. kv.

mamma (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

220 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband