Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2013 | 13:44
þegar maður stendur sig ekki í stykkinu sem foreldri
Ég var kvefuð, þreytt og illa fyrirkölluð í gærkvöldi. Hreint út sagt. Hefði viljað henda foreldrahlutverkinu út um gluggann , hafði enga löngun til að reka á eftir bræðrum að fara í rúmið rúmlega 21.00 , heldur skreið upp í sófa, undir teppi og fannst ég eiga það fullkomlega inni að horfa á einn af uppáhaldssjónvarpsþáttunum mínum í friði.
Bræður fylgdust með þeim Stóra í PS3 svo ég hafði stofuna út af fyrir mig.
þegar klukkan er rúmlega 21,30 verð ég þó vör við að bræður eru farnir að brasast í herbergjum og baðherbergi. Ég spáði þó ekki mikið í það enda í miðjum dramaþætti. Svo kemur annar sonurinn fram til mín, kominn í náttbuxur og segir með dálítinni ásökun í röddinni.
" mamma " veistu ekki að klukkan er orðin 21,40 ?
ég sagðist alveg vita það en spurði til baka " og hvað með það " ?
Hann þagði smástund og bjóst greinilega við öðru svari eins og " þúátt að fara að sofa, sérðekki hvað klukkaner orðin " - en settist í sófann og horfði smá stund á sjónvarpið en gaut augunum á mig öðru hvoru. 5 mínútum seinna stóð hann svo upp, setti hendurnar á mjaðmir og tilkynnti að hann væri að fara að sofa, og hann vildi að ég kæmi strax ( þó svo væri að horfa á sjónvarpið ) til að breiða sængina yfir hann.
Ég stóð upp, fór í foreldragírinn og breiddi að sjálfsögðu sængina vel yfir stráksa. Sótti meira að segja teppi líka þar sem honum var orðið kalt. Spurði hann í leiðinni hvort honum fyndist ég vera ábyrgðarlaust foreldri að senda hann ekki í rúmið. " Já eiginlega " sagði hann og glotti örlítið. Var fljótur að sofna.
Áður en ég skreið upp í sófann aftur þá kíkti ég á hinn soninn sem var sofnaður í sínu herbergi og hvaði þurft að breiða sængina ofan á sig sjálfur. Ég breiddi betur ofan á hann og lofaði sjálfri mér því að standa mig betur næsta kvöld.
Mér þykir nefnilega rosalega vænt um að tilvonandi 12 ára gelgjutöffaraunglingarnir mínir vilji ennþá að mamma gamla breiði sængina ofan á sig og bjóði þeim góða nótt. Vonandi verður það sem lengst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2013 | 15:47
verð að herða mig í blogginu
Ef ég ætla að vera duglegri að blogga en í fyrra
Svo það er best að byrja á veðrinu.
það er ekki eins og það sé janúar á Íslandi - Auð jörð og 5 stiga hiti í dag. Ég og bræður erum búin að fara út að hjóla aðeins í dag og þeir hafa oftast farið hjólandi í skólann.
Bræður halda áfram að æfa taekwondo og nú er mamman komin í stjórn deildarinnar. - bræður búnir að fara í æfingabúði og keppa í janúar. Komu heim með nokkur bronsverðlaun hvor og ánægðir með það. Besti vinur kom heim með gull í sínum flokki og að sjálfsögðu afar stoltur af því.
Foreldraviðtöl í gær og ekkert nema hamingja með það. - eða þannig. Bræðrum gengur báðum vel og kennarar ánægðir með þá báða. Annar kennarinn þó ánægðari en hinn Hugarfar bræðra til skólans er þó óbreytt og þeir eru t.d. afar hamingjusamir með starfsdaginn sem er á mánudag. List og verkgreinar eru sýnu skemmtilegastar.
Það sem stendur upp úr janúarmánuði er sú staðreynd bræður eru komnir í sitt hvort herbergið. Frá getnaði og þar til núna hafa þeir nánast óslitið deilt svefnrými með öööööfáum undantekningum. Sá sem sefur í "ömmuherbergi " sefur á svefnsófanum sem var þar fyrir og veit að ef það koma gestir þá þarf hann að láta gestunum rúmið eftir og gista inni hjá bróður sínum.
Sá sem varð eftir í gamla herberginu - svaf að sögn " eins og engill" í " nýja" rúminu í nótt.
Við, þessi gömlu, erum bara í sama gír og venjulega - helst að við þurfum bæði að komast í klippingu
Komin dagskrá og tímasetning á Hammond
P.S gleymdi að minnast á Icesave - þurfum víst ekki að borga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2013 | 22:01
meira blogg á nýju ári.
Einn af þeim fáu heppnu sem fengu jólakort frá okkur fengu víst loforð um að meira blogg á nýju ári - frá mér sko.
Vonandi var ég ekki að lofa upp í ermina á mér með það
Jól og áramót eru búin að vera róleg, afslöppuð, hátíðleg og góð. Það er greinilegt að bræður eru að skríða á unglingsárin - finnst jólafríið afar notalegt og sjálfsagt að vaka langt fram á kvöld og sofa lengi fram eftir. - ekki það að það þurfi unglinga til !! Enginn tilhlökkun með að byrja í skólanum, ekki á morgun heldur hinn.
Það verður samt afskaplega gott að komast í rútínu aftur - fara fyrr að sofa, vakna fyrr og borða minna af stórsteikum og sætindum. Þó það sé svakalega gott að borða góðan mat þá finnur maður ( eða allavega ég ) fyrir því hvað þetta dregur mann niður. Maður verður latari, syfjaðri, þreyttari og sveittari, eða eitthvað. Veðrið hefur reyndar ekki verið neitt sérstakt fyrir gönguferðir undanfarið, reyndi að fara í smá göngutúr seinnipartinn. Gönguferð í hálku og myrkri er ekki góð hugmynd.
Ég komst að því á árinu að fésbókaraðgangurinn minn virkar ennþá - tók mér tæpl tveggja ára pásu og lifði það af. Leið bara ljómandi vel ótengd við fésbókina.
Þetta er samt hin fínasta samskiptaleið og fyrir foreldra íþróttastráka þá er rosalega gott að geta sótt allar upplýsingar þarna.
Bauð upp á grænmetis mauksúpu, ávextir og steikt hrísgrjón með kjúklingi í kvöldmat. Allir borðuðu vel af súpu og sumir vel af ávöxtum.
Húsbandið mætir í vinnu í fyrramálið - ég tekst á við pappírsvinnu hér heima við og ætla að vekja bræður á fyrra fallinu í fyrramálið. Ég verð ekki vinsæl við það
Eitthvað barst aldur til umræðu við kvöldmatarborðið - ég lýsti því yfir að ég ætlaði að fara að æfa lyftingar og vaxtarrækt því eftir 30 ár ætlaði ég að verða flottasta amman í Grindavík !
" þá veitir þér ekkert af að byrja núna strax " sagði annar sonurinn og hélt áfram að borða hinn rólegasti. Það er greinilegt að honum finnst ég eiga mikið verk fyrir höndum !
Ég gaf sjálfri mér loforð um áramótin - bara svo þið vitið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2012 | 13:55
Syngja jólin inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2012 | 15:40
Besta frétt dagsins :-)
Mikið gleðst ég yfir þessum fréttum og vona svo heitt og innilega að fjölskyldan fari nú að komast heim.
Áfangasigur hjónanna í Kólumbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2012 | 17:11
Settir þú í þurrkarann ?
spurði góð kona og þriggja barna móðir með glott í öðru munnvikinu þar sem ég var úti að ganga með litlu "frændur" mína í vagninum sínum í dag.
Ég var smá stund að fatta hvað hún átti við en jánkaði svo spurningunni
Að keyra vagn, klæða lítil börn úr og skipta á bleyjum - þetta er eins og að hjóla, maður kann þetta en þarf kannski að rifja það upp.
Sá stóri er búinn að veiða fugla í dag - ætlar að reyna við stærra dýr á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 14:39
getum við einhvern tímann grillað humar ?
spurði sonur fyrir stuttu ?
Ég varð næstum því kjaftstopp og tók mér tíma í að svara.
Eitthvað leiddist syni að bíða því hann endurtók spurninguna með meiri áherslu og vildi greinilega frá svar.
Mér þótti þetta ákaflega erfið spurning.
Í fyrsta lagi hefur umræddur sonur átt það til undanfarin ár að vera með gikkshátt og matvendni í meira lagi en sem betur fer virðist það þó vera að rjátlast af honum smátt og smátt. Hann er sem sagt farinn að tilleiðast til að smakka mat sem hann ekki hefur smakkað áður. Þegar Það kemur svo frá honum sjálfum að smakka eitthvað nýtt þá vildi ég svo gjarnan geta sagt hátt og snjallt " JÁ AUÐVITAÐ GETUM VIÐ GRILLAÐ HUMAR, GERUM ÞAÐ STRAX Á MORGUN "
Ég fullyrði að ef sonur hefði valið aðeins ódýrara hráefni þá værum við búin að grilla humar !
En - sonur veit núna að humar er mjög dýr matur en við ætlum samt einhvern tímann að grilla hann, vonandi næsta sumar. Hann var sáttur við það.
Skólinn er byrjaður og bræður eru frekar krumpaðir og ekkert allt of geðgóðir á morgnanna. Samt alveg innan velsæmismarkanna þó.
Það er engin sérstök hamingja með að vera byrjaður aftur í skólanum en það má sjá nokkra ljósa punkta eins og kynfræðslu, eyður í stundatöflu eftir íþróttatíma og smíði. Svo getur verið að það megi mæta með mp3 spilara í stöku tíma. ( gott þegar maður er að reikna eða skrifa )
Þetta er sem sagt ekki alveg alslæmt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2012 | 21:44
styttist í að skólinn byrji aftur
og bræður eru ekkert spenntir - skrýtið
Annars held ég að þeir verði nokkuð fegnir að komast aftur í rútínu og að hafa eitthvað meira að gera. Þeir hafa mætt á fótboltaæfingar 3-4 sinnum í viku en þar fyrir utan eru þeir frekar óduglegir að finna sér eitthvað að gera. Mesta ásóknin er í dreng í götunni sem virðist hafa ótakmarkaðann tíma í tölvuleikjum. Það fellur ekki í kramið hjá mömmunni af risaðelutegundinni sem finnst að börn eigi að leika sér úti þegar veðrið er eins gott og það hefur verið undanfarið.
Fyrsti skóladagur er eftir rúmar tvær vikur. Annar sonurinn fær nýjan kennara en hinn verður áfram með þann sama. 6 árið í röð verða þeir með sömu skólatöskuna: Meðan taskan er heil og þjónar sínu hlutverki þá OG bræður hafa aldrei nefnt að þeim langi í nýja tösku þá hef ég ekki séð ástæðu til að kaupa nýja. En reikna fastlega með að það verði gert eftir þetta skólaár.
Kofinn sem afi fyrir austan smíðaði og bræður eru hættir að leika sér í, hann er ekki lengur til. Sá stóri tók kofann í sundur og notaði viðinn til að smíða ræktunarkassa þar sem á að rækta kál og gulrætur næsta sumar. Einnig smíðaði hann nýjan og kassa fyrir moltugerð. Kubbar og "afsag" fer í útiofninn og þær spýtur sem eftir eru verða líklegast notaðar í fleiri ræktunarkassa - undir kryddjurtir.
Eldaði lambaskanka og nýjar íslenskar gulrætur og rófur í leirpotti í kvöld. - rosalega gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2012 | 20:40
Á ég að vera afbrýðissöm ?
Bræður sáu alveg ástæðu til að ræða um hversu ungleg Jennifer Lopez væri en þeir lásu fréttablaðið í morgun þar sem minnst er á að krakkakærastinn hennar Jennifer hafi haldið henni veislu í tilefni 43 ára afmælis hennar.
" hún lítur nú ekkert út fyrir að vera nema þrjátíu og eitthvað " sagði annar sonurinn -
Piff og púff. Aldrei hefur hann sagt svona um mömmu sína, samt verð ég ekki 43 ára fyrr en í vetur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2012 | 13:22
N1 mótið á Akureyri.
Takk Sólný fyrir að deila þessum myndum með okkur.
Verð greinilega að fara að fjárfesta í almennilegri myndavél.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.393565590707581.94347.330765813654226&type=3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar